Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 130
116
SVEFNFARIR
EIMREIÐIN
að þeim mun batna. Þú ert
órðinn goðmagnaður. Engin
takmörk eru fyrir því, hve
mikil sú orka getur orðið,
sem þú getur öðlast eftir því
sem þú sökkvir þér betur of-
an í leyndardóma þeirrar seg-
ulorku, sem með mönnunum
býr, og lærir að auka hana og
magna í sjálfum þér. Um leið
munt þú öðlast þá hamingju
og þann frið, sem er æðri öll-
um skilningi, þvi þetta hvort-
tveggja veitist þeim, sem hef-
ur vald yfir fýsnum sínum.
Öfl þau, sem ríkja alstaðar
umhverfis oss og flestir láta
stjórnast af, í stað þess að
stjórna þeim, munu verða þér
þjónustubundin, og þú munt
fá beygt þau og sveig't í þágu
sannleika, réttlætis og kær-
leika. Trú þín mun verða
mælikvarði á það, hve langt
þú ert kominn í því að ná
valdi yfir hinum ósýnilegu
öflum. En ef þú ætlar þér þá
dul að taka ekki trúna með
í reikninginn, þá kemstu al-
drei neitt úr sporunum. Því
hvers virði er líf án trúar?
Það líf er einskis virði.
í Orðskviðunum XI. 24
standa þessi orð: „Sumir
miðla öðrum mildilega og
eignast æ meira, aðrir halda
i meira en rétt er og verða
þó fátækari“. í þessum orðum
er mikil lífspeki fólgin. Gefið,
og yður mun gefast. I ríkum
mæli og af mikilli gnægð mun
yður gefið verða, og með
þeim mæli, sem þér mælið,
mun yður aftur mælt verða-
Þetta á jafnt við um hið illa
sem hið góða. Veittu þekkingu
þinni út yfir heiminn án þess
að reyna að hagnast á henni
eða veita hana í eigingjörnum
tilgangi, og þekking mun aft-
ur veitast þér — og \izka,
stundum i þrítugföldum.
stundum sextugföldum og
jafnvel hundraðföldum mæli-
Vér höfum snúið baki við
náttúrunni og sannri þekk-
ing'u á hinu óumbreytanlega
og í staðinn ráfað í heimi
blekkinga og leitað þar að
undirstöðulausri þekkingu,
sem sífelt er að breytast sam-
kvæmt lögmálum hins eilífa
eðlis sjálfra vor og tilverunn-
ar, sem vér lifum í.
Áður en haldið verður á-
fram í næsta kafla að ræða
nánar um töfra eða þá þekk-
ingu, sem rekja má til meist-
aranna miklu, læt ég fylgja
hér að lokum ávarp það, er
ég hef látið hljóðrita og nefnt
„Hamingjuhugsanir", en það
veitir góða innsýn í heimspeki
þessara fornu meistara, er ég
nefndi.
„Eins og kastalinn er vel