Eimreiðin - 01.01.1939, Blaðsíða 22
8
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EÍMREIÐIN
Fyrstu þrjá mánuði ársins 1938 var veðrátta yfirleitt mild
viðasthvar hér á landi, en úrkomusamt og óstöðugt tíðarfar.
Nóttina og morguninn 5. marz gekk vestan-fár-
ísland 1938. viðri yfir landið og olli miklum skemdum í flest-
Stutt yfirlit. um landshlulum, sérstaklega austanlands. Fram-
an af vori, í aprílmánuði, var veðrátta hlý, en úr-
komusamt á Suðvestur- og Vesturlandi, þurt aftur á móti á
Norðaustur- og Austurlandi. Kuldatið gerði síðari hluta maí,
og var veðráttan yfirleilt köld fram yi'ir miðjan júlí og úrkomur
miklar norðanlands. Sunnanlands var sólfar og hiti meira
en í meðallagi. Spretta var léleg, og sláttur byrjaði yfirleitt með
seinna móti. Sunnanlands var góð heyskapartið i júlí, og ágúst
var hagstæður til heyskapar i flestum landshlutum,
Veðráttan. sérstaklega austanlands, svo að hey hirtust vel. í
lok ágústmánaðar skemdust matjurtagarðar mikið
af frosti, einkum norðanlands. Annars var veðráttan yfirleitt
hlý, stilt og hagstæð seinni part sumarsins. Þrjá síðustu mán-
uði ársins var tíðarfar úrkomusamt og óstöðugt, þó yfirleitt
milt. Norðanlands snjóaði mikið í nóvember, svo hagar spilt-
ust þar víða, en sunnanlands og austan voru hagar góðir og
fé gekk víða úti. Dezember var óvenju hlýr, og leysti snjó að
miklu leyti norðanlands, en síðustu daga mánaðarins gekk
vindur til norðurs með kulda og hríðarveðri norðanlands.
Hlaup kom í Skeiðará síðari hluta marzmánaðar og var talið
stafa af eldsumbrotum i Vatnajökli. Fyrri helming maímánað-
ar var hafís á siglingaleiðum fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi,
en varð eigi landfastur.
Fiskafli í snlt varð allmiklu meiri en árið 1937,
Fiskiveiðarnar og gekk saltfisksalan greiðlega. Verðlagið á salt-
1938. fiski varð og lítið eitt hærra en árið 1937. Hér
fer á eftir yfirlit um saltfisksveiðina fjögur
síðastliðin ár, eftir heimildum Fiskifélags íslands:
Árið 1938: 37 566 þur tonn. Árið 1936: 29 131 þur tonn.
— 1937: 27 958 — — — 1935: 50 002 — —
Saltfisksbirgðir voru í landinu um síðustu áramót 3899 þur
tonn. En á sama tíma í fyrra voru saltfisksbirgðirnar að-
eins 2732 þur tonn.