Eimreiðin - 01.04.1943, Page 17
EIMREIÐIN
Apríl—júní 1943 XLIX. ár, 2. hefti
Kveája til Noregs.
17. maí 1943.
Ég man þann bjarta morgun við þín yztu, auðu sker,
• árdagsljóma, gamla land, þá heilsaðirðu mér. —
bað lýsti yfir Dofra, — með Ijós á hverjum tindi
°g lagði ilm af skógi með hægum morgunvindi.
Já, — þetta var þá Noregur, — hið forna feðraland.
Með fjöll af sólargulli, líkt og óendanlegt band!
- Og hrein og fögur gleði um hugann ungan streymdi,
ég hallaðist að söxum. — Ég starði fram. — Mig dreymdi.
^iér fannst ég hefði áður siglt um þessi þröngu sund,
eS þekkti fjöll og víkur og ilm af birkilund.
Hér var ég ekki útlendur, — átti enn hér heima:
íslendingsins hjarta fann ég Norðmanns blóðið streyma.
^Vl moldin sjálf og grjótið og fjörðurinn og fjöll
*n®r frið og ástúð bauð, svo að deilumálin öll
Sem hýði duttu’ af fræjum: Þau frjógast gátu’ í næði. —
* framtíð var ég ríkur, — ég átti löndin bæði.