Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1943, Side 20

Eimreiðin - 01.04.1943, Side 20
100 VIÐ ÞJÓÐVEGINN KIMREXÐIN Hafi þessum skilyrðum verið fullnægt og ríkið fengið upptöku í bandalagið, má ekki breyta stjórnarskrá þess með valdþoði. En hægt á að vera að breyta henni með almennri atkvæða- greiðslu undir handleiðslu bandalagsins, ef nægilegur meiri hluti þegna ríkisins óskar þess, að slík atkvæðagreiðsla fari fram. Slíkar breytingar ætti þó að gera sem sjaldnast, helzt ekki á skemmri tíma en tuttugu og fimm ára fresti. Þessi skil- yrði eiga að geta komið í veg fyrir borgarastyrjaldir, sem auð- veldlega geta svo magnast og breiðst út — og í öðru lagi úti- loka, að unnt sé að brjótast til valda og ná stjcrnartaumunum með ofbeldi, eins og nú á sér stað. Russell leggur einnig til, að allt uppeldi æskulýðsins sé miðað við það að útrýma þjóðahatri og þjóðernishroka. Hann vill láta hvert það ríki, sem gerist þátttakandi í bandalaginu, fylgja ákveðnu uppeldiskerfi undir eftirliti fulltrúa bandalags- ins, sem sjái um, að slíku kerfi sé fylgt út í æsar. Sjálfur er Russell kunnur uppeldisfræðingur og hefur ritað mikið um þau efni. Heimsálfur í nýjum stíl. í greininni „Bandaríki Evrópu“, sem áður er nefnd, lætur höfundurinn í Ijós ótta við það, að Englendingar muni ekki fást til að gerast aðilar að ríkjasambandi meginlands Evrópu, þar sem þeir líti á þjóðir meginlandsins sem útlendinga, jafn- vel fremur en þjóðir frá öðrum heimsálfum. Hvað sem hæft er í þessu, er ekki líklegt, að ríkjasambönd þau, sem á kunna að komast að lokinni þessari styrjöld, miðist fremur við megin- land Evrópu en önnur lönd. Eins og Bertrand Russell bendir á, eru það fjögur stórveldi, srtt úr hverri heimsálfu má segja, sem koma til með að hafa forustuna um skipan heimsins að fengnum sigri hinna sameinuðu þjóða í styrjöldinni: Bandaríki Norður-Ameríku, Brezka alríkið, sem er samsett af meira og minna sjálfstæðum þjóðríkjum í öllum álfum heims, Ráðstjórn- arríkjasambandið rússneska, sem heyrir bæði til Evrópu og Asíu, og loks Asíuríkið Kína. Ef heimurinn skyldi bera gæfu til, upp úr þessari styrjöld, að sameinast, yrði fyrirkomu- lagið að öllum líkindum í líkingu við Brezka alríkið án tillits til heimsálfuskiptingar þeirrar, sem ríkt hefur undanfarið. Sú
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.