Eimreiðin - 01.04.1943, Side 27
eimreiðin
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
107
(útg. 1920), „Selected Essays" (1932), „The Use of Poetry
and The Use of Criticism" (1933), „Elisabethan Essays"
(1934), „Essays, Ancient and Modern“ (1936), „Collected
Poems“ (1936), „The Family Reunion" (1939) og „The Idea
°f Christian Society'1 (1939).
Landkynning vor.
En í sambandi við sýningu þá, sem áður er getið, verður
manni á að spyrja, hvernig sé háttað landkynningu vorri. Því
'jóst má það vera, að smáþjóð, eins cg vér erum, íslendingar,
a að miklu leyti tilveru sína undir því, að hún kynni sig vel
°§ að góðu meðal sér stærri og voldugri þjóða.
Landkynning er vitaskuld ekki bundin við það, út af fyrir
Slg. að auglýsa landið og þjóðina erlendis. Hún er miklu meira
ðundin við það, hvernig landsmenn koma fram heima fyrir
gagnvart þeim erlendu gestum, sem hingað koma og öðrum
ut í frá. Eins og menn vita, þá er um þessar mundir gestkvæmara
1 landinu en nokkurntíma áður, síðan sögur hófust. Tækifæri
t'( landkynningar hafa því verið fleiri en nokkru sinni fyrr.
^daskuld hefur margs konar landkynning átt sér stað, en því
^iður hefur hún ekki ætíð verið þjóðinni til sóma. Blaða-
mannafélag íslands hefur unnið allmikið að því að kynna
(andið og þjóðina út á við, og þarf sú starfsemi að aukast.
Pikisútvarpið er ágætt tæki til landkynningar, en það hefur
enn sem komið er gert lítið að því að kynna landið og þjóðina
ut á við. Undanfarið hefur öðru hvoru farið fram landkynning
1 ufvarpstímum brezku og ameríksku herjanna hér á landi, t. d.
að því er snertir íslenzka tónlist. Yfirleitt hefur þetta verið
Vel af hendi leyst. Væri ekki vel við eigandi, að ríkisútvarpið
ðefði, þótt ekki væri nema einu sinni til tvisvar í viku, út-
Varpstíma eingöngu til landkynningar og sambands við íslend-
'nga og vini íslands erlendis? Sams konar landkynning þjóða
er víðast fastur liður í dagskrám erlendra útvarpsstöðva.