Eimreiðin - 01.04.1943, Page 34
114
DYNJANDI
HIMREIDIN
Þú syngur þrek í þjóð.
Harpan þín með þúsnnd strengja brimi,
þrungin afii og hæsta söngva-glymi,
hJevpir vöskum drengjnm kapp í kinn.
Söngvasál, í töfrum tóna þinna
tvígilt bergmál finn ég drauma minna,
þegar Jiljómar hetjuóður þinn.
Þín frægð er enn þá ung.
Söngva þína þögðu menn og smáðu.
Það var ei lijá þér, sem skáldin áðu
til að syngja lof um þína list.
Strengir þínir styrktust ei að síður,
störf þín fánýt mat liinn Jieimski Jýður.
Konungshirðmenn höfðu ei hjá þér vist.
En unga þjóðin þin
skilur Jjetur liulda lijartasláttinn,
lieyrir glöggar veika andardráttinn,
sér í þínum ljóðum landsins sál.
Lengi aleinn lékstu á strengi þína,
Joksins felldi þjóðin dóma sína.
Hver einn lijá þér nam sitt móðurmál.
En nú er auðsins öld.
Hyggindi, sem liugsa minnst um söngva,
hetjuafli þínu vilja þröngva
til að mala gull og gróðurmátt.
Nýja tímans lcynngi kraftinn virðir,
krefst þíns afls, um sönginn minna hirðir.
Köldu blóði heggur hjartans þátt.