Eimreiðin - 01.04.1943, Page 35
eimheidin
DYNJANDI
115
Þú hefur þrek til alls.
Getur horft um öxl til liðnra alda,
einnig fram til tímans mvrku tjalda,
tileinkað þér allt, sem er og var.
Víst er stórt að standa á föstum rökum,
stærra samt að lyfta Grettistökum
þeim, sem fjöldann bar til farsældar.
Og ef svo um þig fer,
samtíðin skal sjá og bka finna
sigur þinn, að skapa verka þinna
nýjan, aðalborinn söngvaseið:
Veita ljósi inn í litla bæinn,
lyfta kyn'dli fram á myrkan sæinn,
beina hetjum liafsins rétta leið.
En fyrst þii enn ert frjáís,
lát þá, vinur, svanasönginn Ijúfa
sigurglaðan heiðaloftið kljúfa,
meðan röddin enn er stolt og sterk.
— Fyrir neðan mannvitsbrekkan breiða
bíður þess, að mega afl þitt leiða
inn í auðsins grimma gróttu-kverk.