Eimreiðin - 01.04.1943, Page 38
118
ÞEGAR NÝJA-ÍSLAND VAll SJÁLFSTÆTT RÍKI iíimreiðin
uð mönnum og píndu þá sýknt og hcilagt. En landinn gafst
ekki upp við neitt. Nú, eí'lir íneir en sextíu ár, eru á þessum
slóðum myndarlegir búgarðar og fiskiþorp. En sú breyting
hefur ekki orðið án fyrirhafnar. Bæði líkamlegt og andlegt
erfiði hefur það kostað að nema þetta land og hagnýta það.
En þrátt fyrir þrek og atorku hvers einstaks manns, hefði
það seint unnizt, ef menn hefðu ekki leita/.t við að liera byrð-
arnar hver með öðrum. Þrátt fyrir allt, sem á móti blés, talar
margt gamalmennið um það sem hina góðu, gömlu tíma, er
frumbyggjarnir hjálpuðust að því að berjast hinni ströngu
lífsbaráttu. Ef til vill er það tal eitthvað sprottið af rósalit
bernskuminninganna. En j)ó er það víst, að sterk og eindregin
samhjálp var hvorki meira né minna en lífsnauðsyn. Flestar
nýlendurnar voru stofnsettar þar, sem ekki var neitt skipulagt
sveitarfélag myndað meðal hvítra manna. Þar var ekkert af
því, sem vant er að tryggja líf og eignir manna í venjulegu-
þjóðfélagi. Þar voru hvorki læknar né spitalar, hvorki skólar
né kirkjur, hvorki sveitarstyrkir né lánsstofnanir, hvorki em-
bættismenn né aðrir starfsmenn, sem settir voru af hinu opin-
bera til þess að vinna að andlegri eða líkamlegri heill ahnenn-
ings. í stað þess varð að koma hjáípsemi pins við annan, frjáls
samtök nágrannanna við nauðsynleg störf. Urðu menn þá löng-
um að taka að sér hin fjölbréytilegustu verk, eins og segir í
ferskeytlu Stephans: •
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, jireslur,
siniður, kóngur, kcnnarinn,
kerra, plógur, liestur.
Brátt fundu nienn þó í Nýja-íslandi, að nauðsyn var aö
skipuleggja samstarfið í svo stórum og fjölmennum byggðum
sem þar risu upp. Mun tvennt hafa liert mjög á þeim i því
efni. Annað var það, að nýlendusvæðið var utan við öll fylki
Kanada, en álti að nafninu til að vera undir yfirstjórn fylkis-
stjórans í Manitoba, sem þá var ekki nema helmingur af nú-
verandi Manitoba-fylki. Hitt var loforð Kanada-stjórnar fyrir
því, að íslendingar skyldu hafa einkarétt á landinu meðfram
Winnipeg-vatni. Enginn maður af öðru þjóðerni mátti setjast
þar að, nema með leyfi íslendinga sjálfra. Seinna atriðið bendir