Eimreiðin - 01.04.1943, Page 39
El-MHEIÐIN
ÞEGAR NÝJA-ÍSLAND VAR SJÁLFSTÆTT RÍKI
119
frá Islendingadegi að Hnausum í Nýja-lslandi 1939. (Ljósm. Árni G. Ej'lands.)
til þess, að það hafi beinlínis vakað fyrir fyrstu innflytjend-
unura, að þarna skyldi í framtíðinni myndast alíslenzkt fylki,
sérstakt þjóðfélag, íslenzkur hólmi. í þjóðahafinu mikla. Ef
þessi hugsjón átti að rætast, varð auðvitað nauðsynlegt að
^yggja land með lögum og mynda stjórnarfyrirkomulag, sem
væri við hæfi nýlendunnar. Að þessu var farið að vinna, þegar
á fyrsta vori, en það er þq ekki fyrr en veturinn eftir, hinn
5- febrúar 1876, að bráðabirgðalög eru samþykkt fyrir nýlend-
una. Var svæðinu þá skipt í fjórar byggðir, sem hver fyrir
s>g náði yfir töluvert land. Þessar byggðir nefnast: Víðines-
b!l99ð (syðst), Árnesbyggð, Fljótsbgggð, við svonefnt íslend-
ingafljót, Mikleyjnrbgggð, á stórri eyju, sem er alllangt und-
an landi. Allar byggðirnar lil samans voru kallaðar Vcitns-
]>ing.
í hverri liyggð var nú kosin byggðarnefnd, og kaus hún
sér formann, sem nefndist bgggðarstjóri. Hann var æðsta
yfirvald byggðarinnar. Allir byggðarstjórarnir saman mynd-
l'ðu siðan þingráð fyrir allt þingið, kusu síðan byggðarnefnd-
ú'nar allar í félagi fimmta manninn í þingráðið, og var hann