Eimreiðin - 01.04.1943, Page 42
122
ÞEGAlt N’ÝJA-ÍSLAND \'AH SJÁLFSTÆTT RÍKI
EIMRKIÐIM’
Frá íslendingadegi að Hnausum i Nýja-fsiandi 193ÍI. (Ljósm. Árni G. Eylands.)
unnt væri að koma afurðum nýlendumanna á markað í bæj-
unum suður af vatninu. Nokkur kostnaður mun og hafa verið
samfara skýrslugerðum og bókhaldi þingsins, en varla hafa
það þó orðið neinar stór-upphæðir.
VI. kafli laganna fjallar um ski/ldur byggðarnefndn. Þær
áttu að hafa umsjón með vegagerðinni, og var það óefað tölu-
vert mikið verk að sjá um, að sú vinna yrði vel af hendi
leyst. Þá skyldu þær og útvéga ekkjum og munaðarleysingj-
um meðráðamenn og fjárhaldsmenn, annast fátækrafram-
færslu, hafa umsjón með fundahúsum, kjósa þingráðsstjór-
ann, hafa eftirlit með heilbrigðisástandi og loks að uppörva
og hvetja til alls konar samtaka og félagsskapar, er miða
til hagsældar og framfara í byggðinni.
Ákvæðið um eftirlit með heilbrigðisástandinu og ráðstaf-
anir til að hindra útbreiðslu næmra sjúkdóma er áreiðanlega
sprottið af hinni sáru og sorglegu reynslu, er frumbýggjarnir
urðu fyrir annan veturinn, sem þeir dvöldu í Nýja-íslandi-
Þá geisaði bólusóttin mn byggðirnar þverar og endilangar og
lagði 102 menn í gröfina. Fer ýmsum Sþgum um það, hvernig