Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1943, Page 50

Eimreiðin - 01.04.1943, Page 50
130 YFIR HRAUNIÐ TIL FJALLANNA EIMREIÐIN Hcr er vítt til veggja, fagurt og frjálst. Hægur kvöldblær flytur kveðju frá öllu, er hvílist og bíður hins nýja dags. Blómin dreymir á döggvotri jörð, og mosinn hjalar við gamalt grjót. Leið mín liggur um móa og melabörð, þar sem stormar aldanna hafa lagt grasið að velli. Á stölcu stað himir einmana þúfa á auðninni, dæmd til að falla og fjúka á burt. Gullintopp- arnir vagga scr í kvöldblænum og bera höfuðin hátt, því að þeir eru að nema landið að nýju. Yfir hraunið spor eftir spor. Nú sé ég móta fvrir einstökum steinum og mosaþembum í hnjúknum framundan. Blámöða næturinnar flytur sig smátt og smátt á næsta hnjúk. Eg veit, að þarna undir öxlinni er grasbali i jaðri hraunsins, þar hefur tjald mitt staðið áður. Þar var litil grávíðihrisla i fyrra — og' Maríustakkar fullir af dögg. Endur fyrir löjigu hefur þetta svarta hraun oltið í glóandi bylgjum yfir landið og ef til vill brennt skóga og grösugar grundir. í ferlegum fjörbrotum hefur það hlaðizt í turna og lagzt í laigðir. Hin hrukkótta ásjóna hraunsins ber vott uni harða löngu liðna baráttu. Úr holum þess og sprungum stíga raddir fortíðarinnar og segja mér, litlum förusveini, hrot úr ævintýri hinnar stórbrotnu sköpunar. En nú er hraunið kyrrt og sátt við örlög sín — og leikur jiess, á gamals aldri, að glett- ast við gangandi mann. Úti við sjónhringinn í austri siær sólin bjarma sínum á geiminn og gefur fyrirheit um sólrikan dag, enda þótt mörk dags og nætur verði ekki greind i júníveldi islenzks-sumars. A grasbalanum litla reisi ég tjald mitt og hagræði farangri minum. Hér er heimili mitt í nótt, þessa friðsælu og fegurstu nótt sumarsins, móður og drottningu allra annarra nátta. Til hennar heldur sólin sína hækkandi göngu, og írá henni hefst gangan aftur yfir hina myrku velli vetrarins, þar til sólin og nóttin fallast í faðma á ný. Þá blessar allt lifandi ljósið, og' náttúruandarnir halda hátíð. Söngur þeirra og fagnaðarljóð fylla þögnina annarleguin klið, er lætur í eyrum mínum sem voldug hljómkviða, lofsöngur til hinnar heilögu nætur til þin, dásamlega Jónsmessunótt. Ég tíni sainan sprek og kvisti meðfram hraunröndinni*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.