Eimreiðin - 01.04.1943, Side 52
132
YFIR HHAUNIÐ TIL KJALLANNA
EIMREIOIN
Ég kveð þig, víðfeðma fjalladýrð, og held heim að tjaldi. Og
það, sem eftir er nætur, skal hvilast lil að njóta nýrrar dýrðar
að morgni.
Hugur minn reikar heim til vinanna í byggðinni. Ef til vill
aumka þeir mig fyrir að vera einn. að flækjast upp um fjöllin
i nótt. En ef ég mætti gefa bezta vini mínum hlekk í skapgerð
hans, þá mundi ég gefa honum þrána til fjallanna, því að á
fjöllum verða menn frjálsir.
Svefnpokinn minn er hlýr og góður. Eg ligg um stund og
horfi iipp í mæni tjaldsins. Súðin bærist aðeins fyrir golu
næturinnar. Áður en svefninn sigrar augu mín, hvisla ég'
kvöldhæn minni hljóðlega út í kyrðina: Blessaður sé faðmur
fjallanna. Blessuð veri öll spor, sem til fjallanna liggja.
Rilafi á Jónsmessunótt.
Staða Noregs (álit merks Norámanns).
Rás viðburðanna I yfirstandandi styrjöld hefur leitt í Ijós, að bæði hlut-
leysisstefna Norðurlanda ojí samvinna þeirra grundvallaðist hvorttvegffja
á hugmynduin, sem eklíi gátu staðizt, þegar á reyndi. Norræn samvinna
hafði aldrei náð svo langt, að úr yrði stjórnmála- og hernaðarlegt sam-
band, og örlög Norðurlanda nú í styrjöldinni hafa ráðizt eftir legu hvers
um sig og hernaðarlegri þýðingu. Finnland berst nú gegn Rússum ásamt
Þýzkalandi. Svíþjóð er hlutlaus. Canmörg hefur verið hernumin án hern-
aðarlegrar mótstöðu. Yfirgnæfandi meiri hluti norsku þjóðarinnar var
andstæður nazistum og hafði þegar í striðsbyrjun samúð með vesturveld-
unum. . . . Vissir stjórnmálamenn meðal bandamanna hafa gert áætlun
um „Bandaríki Evrópu“, stjórnmálalega og hernaðarlega samvinnu ríkj-
anna á meginlandinu, með eða án Stóra-Bretlands, þ. e. svipað fyxir-
komulag og „Pan-aineríkska“ samvinnan milli hinna ýmsu ríkja Norður-
og Suður-Ameríku. Vér Norðmenn erum þess hvetjandi af heilum hug,
að efnahagsleg og menningarleg samvinna aukist sem mest víð banda-
menn vora á meginlandi Evrópu. Vér berjumst í voldugri fylkingu allra
hinna sameinuðu þjóða, og vér höfum því sameiginleg stjórnmálaleg
viðfangsefni að leysa með þeim. En vér trúum ekki á „Bandaríki“, sem
takmörkuð verði við meginland Evrópu. Öll saga vor sýnir, að úthöfin
eru ekki fyrst og fremst til aðgreiningar þjóðunum, heldur miklu freniur
til að samtengja þær. Stóra-Bretland verður umfram allt að verða aðil*
í hverri þeirri hermálalegri og hagvirkri samstarfsviðleitni, sem skapast
á meginlandinu, og vér myndum telja það stjórnfarslegt böl, ef Banda-
ríki Norður-Ameríku tækju enn einu sinni upp þá stefnu að einangr3
sig frá Evrópu.
[Úr ritgerðinni „Noregur og alþjóðasamvinna“ eftir Arne Ording, dr.
phil., frá Osló, í timaritinu „Tlie Norseman", sem út kemur i London.J