Eimreiðin - 01.04.1943, Page 57
• I M REIÐIX
Lfr- Á ÖÐRUM STJÖRNUM
137
Það er íneð sanis konar athugunum og útreikningum, að
hin nýja uppgötvun héfur verið gerð. Fundizt hefur ný diinm
stjarna í nálega 97 billjóna (97 000 000 000 000) kílómetra
fjarlægð frá jörðu. Undanfarið hafa stjörnufræðingar verið
«ð reikna út hrautir tvístirnisins 61 Cijgni í stjörnumerkinu
Svaninum, og' þeir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að út-
reikningarnir geti því aðeins staðizt, að þriðja stjarnan sé,
en dimm og því ósýnileg, í nánd við 61 Cygni. Þessi dimma
stjarna er svo óvenjulega lítil, ef um sól væri að ræða, að
engin dæmi eru slíks. Stærð hennar er aðeins Yeo af stærð
solar vors sólkerfis. Hún er aðeins 16 sinnum stærri en Júpí-
fer og þess vegna mörgum sinnum meiri líkur til, að hún sé
reikistjarna, heldur en að hér sé um að ræða eina hinna svo
oefndu dimmu sólna.
En jafnvel þótt hér sé uni reikistjörnu að ræða, er vita-
sknld ómögulegt að segja uin það, hver lífsskilyrði kunna
;*ð vera á þessum hnetti í 97 billjóna kílómetra fjarlægð frá
■l°i'ðu. Reikistjarna, sem hefur tvær sólir,. í stað einnar, er
Nafalaust háð skilyrðum harla ólíkum þeim, sem gilda um
' 0l'a jörð. Ef til vill er þar eyðimörk eingöngu. En þessi nýi
fnndur gerir það enn líklegra en áður, að til séu nægilega
f'ólnaðar reikistjörnur til þess, að iíf geti þrifizt þar og að
solkerfi .vort sé alls ekki einstætt fyrirbrigði i stjörnUgeimn-
l,ni. Meö rannsóknum í stjörnueðlisfræði, sem framkvæmdar
fiafa verið með litrófskönnunum, hefur það verið sýnt og
sannað, að efni stjarnanna eru yfirleitt sams konar hvarvetna
1 geininuin, svo sem járn og aðrir málmar, grjót, vatn og' svo
^ ainvegis. Það er liklegt, að ekki líði mörg ár, áður en reynslu-
v!sindin hafi sannað til fulls hina aldagömlu tilgátu um líf
1 ýnisum myndum á reikistjörnum annarra sólkerfa. Vel
nia vera, að kenning trúarbragðanna um himneska bústaði
°g hinineskar verur eigi eftir að rætast á miklu raunveru-
leSri hátt en mannkynið hefur áður þorað að vona og vér
"Iulllvoninir jarðarbúar að komast í samband við æðra og
^nllkoninara mannkyn á öðrum reikistjörnum en oss hefur
nokkru sinni órað fyrir, að til væri.
Sv. S.