Eimreiðin - 01.04.1943, Side 68
148
FÓRNIN
KIMBEIÐIN’
óttalegar samvizkukvalir iðrunarinnar. En jafnvel guðunuin
lánaðist ekki að gráta Baldur úr Helju.
Svo hélt hann þá af stað með hana Maríu litlu í fanginu
upp aflendan sævarbakkann. Hann bar hana á hægri arm-
leggnum og studdi við hakið og hnakkann með vinstri hendi,
eins og hann einatt hafði gert áður. Með varúð og' nærfærni
tók hann utan um hana, eins og hún væri viðkvæmt blóm
eða brothætt gler. Hann sinnti því engu, þó að sjóvatnið rynni
niður um hann allan og bullaði upp úr skónum, sem einnig
fylltust af sandi og möl. Leiðin var hvorki löng né brött. En
honum fannst hún bæði styttri og auðveldari en nokkru sinni
áður. Snöggsinnis nam hann staðar í miðju hallinu, sneri sér
við og leit yfir víkina. Þræsinn sævarþef lagði neðan úr fjör-
unni að vitum hans. Og hann hélt óðara göngunni áfram.
Þegar Hjálmar var kominn heim og hafði vandlega búið
um dóttur sína, gekk hann til hvílu. Vigdís lét ekki á sér bæra
og virtist sola. Andardráttur hennar var hægur og reglubund-
inn. En Hjálmar gat ekki sofnað lengi vel. Undir morguninn
festi hann þó loksins blund, en varð lítillar hvíldar aðnjót-
andi vegna erfiðra drauma. .
Daginn eftir fékk hann orlof og hélt að mestu kyrru fyrir
heima, en þar var þögult eins og í gröf. Þungbúin og' alvarleg
gekk Vigdís um stofurnar og annaðist hússtörfin. Yfir henni
var dökkur hjúpur, líkt og ísköld brynja. Hjálmar fékk sig
ekki til að nálægjast þennan klaltaserk og hélt sér í fjarlægð.
En hann var tæpast með sjálfum sér. Vansvefta og otureigður
starði hann fram fyrir sig, eins og hann sæi inn í fjarlæga ver-
öld, hjárænulegur og viðutan. Ekki varð honum æðruorð á
munni, og stillingin var óbifanleg. En hann þjáðist ÓHinræði-
lega. Dagurinn virtist aldrei ætla að taka enda. Víst langaði
hann til að tala við konu sína í einlægni, en fékk það ekki af
sér. Ættu þau ekki að bera byrðina bæði? Mundi þeim ekki
veitast það auðveldara tveim saman en hvoru um sig? Svo
búið gat þetta misræmi ekki lengur staðið. Honurn fannst þáð
ætla að verða sér ofvaxið, gera út af við sig. Hann þoldi það
ekki til viðbótar hinu. Það var of mikið.
En leið þá Vigdísi nokkuð betur en honum? Átti hún ekki
í sama stríðinu? Hann reyndi að sigra hana með göfuguni