Eimreiðin - 01.04.1943, Page 81
eimreiðin
Um Saurbæ á Hvalfjardarströnd.
Eftir Einar Tliorlacius.
Scrhver bær á sína sögu,
sigurljóð og raunabögu.
Saurbær á Hvalfjarðarströnd er í miðri sveit, en þó sest
ekki nema einn bær i grennd, Ferstikla. Jörðin er í nokkuui
hvilft, sem skerst inn í hinn lága háls, sem bærinn stendui
að sunnanverðu við, og skilur Ströndina frá Svínadalnum, en
Skarðsheiði heitir einu nafni fjallaklasi sá í norðri, sem gengur
niður nieð dalnuin. í austri gnæfa Botnssúlur með hinum
breinur tindum. Nokkru norðar er Hvaliell. Hjá Botnssúlum
bggur vegur yfir Botnsheiði til Þirigvalla; þar er Leggjabrjot-
ur. Að sunnanverðu fjarðarins er háls einn mikill, er nefnist
Reynivallaháls; að sunnanverðu við hann er Laxvogur. Esjan
er í suðri með hinum mörgu, einstöku fjöllum og smádölum
(kvosum). En í vestri gnæfir Akrafjall.
E>álítið undirlendi er í Saurbæ, frá hálsinum til sjávar, með
nokkrum halla. Túnið er allstórt, nær í seinni tíð alveg niður
á sjávarbakka og er nú orðið slctt að mestu og véltækt. Li
það grasgefið og í góðri rækt. Engjar eru vestur með sjón-
nm og upp að Hliðinni; eru þær fremur snögglendar og vot-
iendar mýraslægjur. Bæði Hlíðin og allur hálsinn er þakinn
lágmn kjarrskógi, sem hefur ekki næði til að ná þroska vegna
þrotlausrar fjárbeitar. Er hin mesta furða, að hann skuli ekki
vera eyðilagður fyrir löngu. Mjög fagurt er í Hlíðinni og einnig
af Hálsinum. Uppi af hálsinum eru mýrasund með dáhtlum
tjörnum. Er þar oft fagur fuglasöngur. Upp frá bænum er
íúk sem Bæjargil nefnist. Að vestanverðu við gilið nefnist
Einn, en Fannahlíð austan gilsins. Þrír smádalir ganga inn
1 hálsinn. Vestast er Smiðjudalur; rennur Merkjalælcur eftir
dalnuin; þar er allmikið skóglendi. Saurbæjarmegin er or-
t°ha eða skóglaust vestan landamerkjanna. Móadalur heitii
daliir sá, er gengur norður í hálsinn, upp frá staðnum. Dalui
sá er einnig með talsverðum lágskógi, þrátt fvrir fjárbeitina,
11