Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 26
EIMREIÐIN
Við þjóðveginn.
1. júní 1944.
Þ J ÓÐ AR ATK V ÆÐ AGREIÐSL AN.
Dagarnir 20. til 23. niaí 1944 verða öllum þeim ógleyman-
legir, sem fylgdust með og þátt tóku í þjóðaratkvæðagreiðsl-
unni um sambandsslitin og stofnun lýðveldis á íslandi.
Kvöldið fyrir þann 20. maí er eitthvert ánægjulegasta út-
varpskvöld, sem íslenzkir hlustendur hafa nokkurn tíma átt
kost á. Þar skiptust á stutt erindi, framsögn á köflum úr
sjálfstæðisbaráttu íslands á liðnum öldum, íslenzkir söngvar-
ar og íslenzkir kórar. Kvöldið var vel lieppnað. Hið útvarp-
aða efni vakti einingu og samhug hlustenda.
Þátttakan í atkvæðagreiðslunni var meiri en dæmi eru til
áður. Nálega 98 af hundraði allra kosningabærra manna í
landinu hafa greitt atkvæði, ,og í tveim kjördæmum varð
þátttakan í kosningunum 100%. Þessi tvö kjördæmi voru
sveitakjördæmið Vestur-Skaftafellssýsla og kaupstaðarkjör-
dæmið Seyðisf jörður. Meira en 100 hreppar víðsvegar í sýsl-
um landsins skiluðu 100% þátttöku í kjörsókn, og yfirleitt
liafa sveitirnar, þrátt fyrir strjálbýlið og víða erfiða aðstöðu
til að sækja kjörstað, sýnt framúrskarandi áliuga í kosn-
ingunum.
Talningu atkvæða er nú að mestu lokið og þar með nokk-
urn veginn nákvæmlega kunn úrslitin. Þau eru á þessa leið:
Með sambandsslitum greiddu 70536 kjósendur atkvæði, en
nei sögðu 365. Með stofnun lýðveldis á Íslandi greiddu at-
kvæði 68862 kjósendur, en nei sögðu 1064. Enn kunna þessar
tölur að breytast eittlivað, en ekki svo að nokkru máli skipti.
I hundraðshlutföllum er útkoman þannig, að með sambands-
slitum greiddu atkvæði 98,65%, á móti 0,51%, ónýtir seðlar
voru 0,84%; með lýðveldisstjórnarskránni 96,35%, á móti
1,49%, ónýtir seðlar 2,16%.
Það var óvenjulegur léttleiki í fasi fólksins og nýr fögn-
uður í svipnum, þegar það sneri frá kjörborðinu aftur með