Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 60
124
SAGAN AF VALDA
EIMRBXÐIN
kunnáttan svo lítil og áliuginn það naumur, að þær oftast sluppu
lieilar á húfi. Aftur á móti hugkvæmdist lionum aldrei að elta
liina fljúgandi fæðu á eigin vængjum, hregða sér á flugnaveiðar
í sólskininu. Hann kom fljúgandi, dauðsvangur, en syngjandi, um
leið og farið var að raða bollum eða diskum á borðið undir val-
linetutrénu, enda ber því ekki að neita, að lians hefði verið sár-
lega saknað, ef liann hefði ekki mætt.
Þannig leið ein vikan af annarri, og Valdi óx og dafnaði, en
áhvggjur gestgjafa lians ágerðust að sama skapi. Hvernig í ósköp-
unum átti þetta að fara! Hvað mundi verða um Valda? Aum-
ingja fuglinn virtist algerlega og endanlega ánetjaður í þeim álf-
heimum, sem mannleg veröld augsjáanlega var lionuin.
Hefði verið vitur maður við hendina, mundi hann liafa getað
sagt fyrir, að engu væri að kvíða: engin gáta er það flókin, að
lífið hafi ekki ráðninguna reiðubúna. Ráðningar lífsins á gátum
tilverunnar eru ekki allt af eins liugðnæmar og á liefði mátt
kjósa, það er satt; en þær eru hins vegar óskeikular, og það sem
bezt er við þær: þær binda fullan enda á flókið mál. Þær eru þar
á ofan ósköp einfaldar. Samt sem áður koma þær alla jafna flest-
um aðilum á óvart. Hlutaðeigendur vaða sína leið í villu og svíma
fram á síðustu stund, góna út í bláinn, en sjá hvergi rofa fyrir
ráði. Þá allt í einu og óvart setur lífið punkt. Öll heilabrot þurrk-
ast burt á samri stund eins og fis fvrir stormroku. Punktar lífsins
eru sem sé endapunktar. —
Svo stóð á um húsmóður Valda og fóstru, að lnin hafði brákazt
í öklalið á öðrum fæti, skömmu áður en hann bættist í fjölskyld-
una. Um stund hafði hún legið í sárum, líkt og Valdi, og lengur
Jió. Það tók fullan mánuð, áður en liún mátti fara á fætur. Þegar
hér var komið, liafð'i hún um nokkra stund verið á fótuin, ]>að er
að segja, liún mátti klæðast og gat hoppað á öðrum fæti um húsið
og garðinn, ef hún hafði einhvern eða eitlhvað að styðja sig við.
Þá var ]>að einn dag, — það var meira að segja sunnudagur,
og sólin skein, að faðir og sonur sátu á stólum sínum úti a
grasbalanum að máltíð lokinni, en Valdi hafði hjúfrað sig niður
í grasið á milli vina sinna og sem næst þeim, lá þar og naut lí*s'
ins, liallaði undir flatt sitt á livað, eins og lians var siður, var að
skoða liina töfrandi veröld og njóta gleðinnar og áhyggjuleys18'
ins í vinaskjóli. Vinir lians vissu, að hann gat átt það til, eftir að