Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 89
EIMRKIÐIN
t/ þesstim bálki birtir EIMKEIÐIN stuttar og gagnorfiar umsagnir og bréj
jrá lesendum sínum, um efni-'þaíi, er hún flytur, eSa annað á dagskrá
pjóSarinnar.]
eimreiðin vestan hafs
Vesturheimsblöðin Heims-
kringla og Lögberg hafa að
staðaldri getið efnis þess, sem
Eimreiðin flytur,. og oft birt
greinir úr henni. En þessar
umsagnir Vesturheimsblaðanna
eru Eimreiðinni jafnan mikils
virði, þar sem þær koma frá ó-
kunnum lesendum hennar vest-
ar> hafs. Hafa þær styrkt þá
vissu, að ýmislegt það efni, sem
Eimreiðin hefir flutt á liðnum
úrum, hafi komið lesendum
hennar vestan hafs, sem austan,
að nokkrum notum.
I ýtarlegri grein í Lögbergi
frá 23. marz þ. á., undir fyrir-
sögninni Úrvals tímarit, en
greinin er mjög vinsamlegur
ritdómur um 4. hefti Eimreiðar-
innar 1943, kemst höfundurinn
svo að orði um greinakaflana
”Við þjóðveginn", sem birzt
hafa hér í Eimreiðinni öðru
hvoru undanfarin tuttugu ár:
■ .Greinakaflar hans (þ. e. rit-
sij-), sem ganga undir nafninu
>.Við þjóðveginn" og nú eru
orðnir margir, veita óvenju
Slögga heildarsýn yfir þá meg-
^nstrauma, er öðrum fremur
auðkenna íslenzkt þjóðlíf í sam-
tíð vorri og líklegir eru til
frambúðaráhrifa. Oss, sem fjar-
vistum dveljum við ísland, en
höfum þó jafnframt haft
nokkra löngun til þess að
fylgjast með því, sem væri að
gerast á menningarlegum vett-
vangi stofnþjóðar vorrar, hafa
áminnztir greinakaflar komið
að miklum notum-------.“
KILJAN OG KIRKJAN
Rvík, 15. maí 1944.
Herra ritstjóri!
Ég hafði ekki haldið, að Kilj-
an væri neinn kirkjunnar mað-
ur. En ég las mér til ánægju
grein hans, „Föstuhugleiðing-
ar“, í síðasta hefti Eimreiðar-
innar, þó að ég sé henni ekki að
öllu leyti sammála. Það, sem
kom mér til að hripa þessar lín-
ur, var efnismeðferð höfundar-
ins. Það er vel gert í jafnstutlu
máli að gera jafn glögga grein
og hér fyrir einkennum og svip
hins katólska helgisiðakerfis,
eins og það er um hönd haft
mikilvægasta tímabil kirkjuárs-
ins, föstuna. Og ég dáðist að,hve
frásögnin er lifandi og skemmti-
leg um jafn þungbúið efni.
Hafi höfundurinn því þökk
fyrir greinina.
Áskrifaiuli úr Austurbænum.