Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 64
liiMRlSIÐIN
Leikdansinn og sÍYrjöldin.
Ballett er sú greia listar, sem vér Islendingar liöfum líklega
minnst af að segja allra lista. Að vísu hafa einstaka sinnum sést
hér á leiksviði balléttar, en þetta erlenda orð liefur verið þýtt á
íslenzku með orðinu leikdansar og er þó livergi nærri fullnægj-
andi þýðing. Ballett er sem sé ekki aðeins dans og leikur í senn,
heldur sérstæð láthragðslist og tjáning í hreyfingum og hrynj-
andi með aðstoð hljómlistar. Orðið mun komið af ítölsku sögn-
inni balletto, þ. e. að dansa, og voru ballett-sýningar mjög vin-
sæl skemmtun meðal Grikkja og Rómverja hinna fornu, enda
stóð listgrein þessi í miklum blóma á Ítalíu strax snemma á mið-
öldum. Fræg sýning þessarar tegundar til heiðurs hertoganum af
Mílanó og brúði hans fór fram í borginni Tortona á Ítalíu árið
1489. Ekki var venja, að konur tækju þátt í þessum sýningum
fyrr en á 17. öld.
Amerískur rithöfundur og listdómari, Irvin Deakin að nafni,
hefur nýlega ritað grein um viðreisn leikdansins og viðgang i
Bandaríkjunum eftir að þessi tegund danslistar hafði beðið marg-
víslegan hnekki af völdum styrjaldarinnar. Flest það, sem liér
er sagt, er tekið eftir þessari grein. Rekur liann þar, hvernig
hallettinn er að ryðja sér til rúms í leikhúsum Bandaríkjanna
og hvernig liann er orðinn einhver eftirsóttasta skemmtun allra
stétta þjóðfélagsins og þá ekki sízt hermannanna, hvort sem er
úr landher, flugher eða flota.
Hvergi hefur leikdansinn náð meiri fullkomnun en í Rúss-
landi. Bæði fyrir og eftir stjórnarbyltinguna rússnesku liefur
liann verið iðkaður á leiksviðum Rússlands og borizt þaðan til
annarra þjóða og landa. Margir frægustu ballett-dansarar lieims-
ins hafa verið rússneskir, og hin fjarræna fegurð og snilldarlega
tækni rússneska hallettsins er hvarvetna talið til fyrirmyndar,
þó að list þessi liafi í öðrum löndum öðlazt sín þjóðlegu ser-
kenni og fengið á sig sérstakt snið, svo sem í Bandaríkjunum.
Irvin Deakin getur þess í grein sinni, að nýlega liafi fram far'
ið leikdanssýning í Þjóðleikhúsinu í Washington í viðurvist tigu-