Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 80
144
UM PÁL ÓLAFSSON SKÁLD
EIMREIÐIN
Það' mundu margir ætla, að Páll hafi verið drykkjumaður
mikill, eftir kvæðum hans að dæma. En skakkt er þá á litið.
Hann mátti kallast hófdrykkjumaður, eftir því sem gjörðist á
þeim árum. Hann hafði að sönnu mikið vín um hönd, eins og
flestir á þeim árum, sem nokkur efni höfðu, en hann unni vín-
inu af því það vakti gleði, en ekki af ástríðu. Þegar hann kvart-
ar um vínleysi, sem oft bregður fyrir í kvæðum hans, þá mun
sú oftast orsökin, að hann saknar þess að geta ekki glatt með
því gesti sína. Hann hafði manna bezt lag á því að drekka og
veita í hófi. Ég kom oft að Hallfreðarstöðum og var oft að vinna
þar við smíðar á síðari áriun, en aldrei sá ég hann rnikið drukk-
inn heima.
Það har við, að ég sá hann nokkuð drukkinn í ferðalagi meðal
góðvina sinna, en aldrei svo, að hann væri ekki ferðafær, og
aldrei svo, að honurn væri vanvirða að eftir þeirrar tíðar hugs-
unarhætti. Hann var jafn skemmtilegur og sama nettmennið
fvrir því, og þá var minni liætta á, að hann skipti skapi.
Páll var fjörmaður og glímumaður ágætur. Sú íþrótt var æfð
mjög á Austurlandi á yngri árum lians, einkum í Fáskrúðsfirði.
Sundmaður var liann góður og æfði það talsvert fram yfir miðj-
an aldur. Hestamaður var liann mikill, og kunni góð tök á þeim;
liann átti ætíð úrvals reiðhesta og fór vel með þá.
Stjarna hét uppáhaldsreiðhestur hans. Um hana eina hefur
liann kveðið meira en um aðra liesta, er liann átti. Hún var líka
að flestu leyti sá mesti kostagripur af hesti til, sem ég hef þekkt.
Hún var svo skennntileg og þó hálfvillt. Ekki var liún það, seni
menn kalla „vel riðin.“ Skeiðgangur var henni eiginlegur, en
hún var „laus á kostunum.“ Hún hagaði sér oftast eins og barn
náttúrunnar, sem er engum lögum háð. En fjörið var svo spil-
andi og gangurinn svo mjúkur og fimlegur, að rnaður var vel
ánægður, livernig sem hún gekk. Páll mun líka liafa haft mest
dálæti á Stjörnu af þeim liestum, er liann átti, eftir að ég þekkti
til. Það var líka eðlilegt. Þau voru svo lík í mörgu. Stjarna var
jafn skemmtileg sem hestur eins og Páll sem maður. —
Á fyrri árum sínum fór Páll oft suður í Hornafjörð að finna
frændur sína. Þar keypli hann oftast nokkra liesta og sehli þá,
þegar lieim kom. Mun hann oft hafa grætt drjúgum á þeirri