Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 32
ÍGIMREIÐIN
Vornólí.
Volduga, víðfaðma þrá,
vefðu nú barn'þitt að arm.
Svífðu inn á sólroðans lönd,
svæfðu öll vonbrigði og harm.
Heyri ég hljóma í sál
Huldunnar töfrandi söng.
Hér get ég kropið á kné,
knýtzt þér um vorkvöldin löng.
Líttu nú ljóss-sala til,
leiftrar þar stjarnanna bál.
Heillandi vorblámans vald
vaggar þér, friðvana sál.
Rökkursins mildi og mýkt
met þú hinn dýrasta feng.
Láttu við aftansins óð
óma þinn klökkvasta streng.
Geng ég þér, vornótt, á vald,
veittu mér sættir og grið —
burtu frá áþján og önn,
inn í þinn dreymandi frið.
Óskiptur er ég þitt barn,
ef ég fæ notið mín sjálfs.
Vistráðast vil ég hjá þér,
vera þó barn þitt og' frjáls.
Vornótt, þú yngir hvern óð,
eldi um sái mína i'er.
Andvarans viðkvæma vör
viknandi hvíslar að mér.
Eg kasta ellinnar ham,
ungur í dansinn ég geng.
Vornótt, þín töfrandi tign
titrandi bærir hvern streng.
Jens Hermannsson.