Eimreiðin - 01.04.1944, Blaðsíða 56
120
SAGAN AF VALDA
EIMREIPIN
ur tök á að opna honum leið að veröld þeirri, sem liann að réttu
lagi átti heima í: veröld fuglanna? Því hvaða h'f var það fyrir
aumingja fuglinn að lenda í mannheimi fyrir fullt og allt!
Gestgjöfum Valda fannst það allt annað en girnileg framtíð
fvrir hann að verða lífstíðarfangi innan veggja eða því sem næst.
Þau þorðu ekki að liugsa til þess, að það ætti fyrir lionum að
liggja. Ekki svo að skilja, að nokkurn í húsinu langaði til að losna
við liann, öðru nær. Honum var guðvelkomið að hafa afnot af
Vesturlierberginu eins lengi og honum bauð við að horfa. Því
yrði ekki til annars þarfara varið. En var þetta nokkurt líf fyrir
fullfæran fugl? Nú þegar sárið var gróið og liann lilaut að langa
út á meðal annarra fugla! Eðlileg fuglsævi vrði það að minnsta
kosti ekki, og enginn í liúsinu átti sér um þær mundir neina
heitari ósk en þá, að Valdi mætti eiga afturkvæmt í fugllieima
og verða svartþröstur með svartþröstum, eins og eðli hans var lil-
En þá var spurningin mikla þessi: var hann fær um að sjá sér
borgið úti í hinurn hættulega lieimi? Því miður varð þeirri spurn-
ingu ekki svarað nema á eina lund: slíka þrekraun var Vabli
vissulega ekki fær í, að minnzta kosli ekki eins og á stóð. Hon-
um hafði verið forðað undan bráðum dauða af mannaliönd-
um, en frá því augnabliki hafði liann notið aðhlynningar og
verndar, sem gerði, að liann nú var alveg jafn varnarlaus — ef
ekki varnarlausari — og þegar lífgjafi lians bjargaði lionum
kornungum úr þyrnirunnanum eða hundskjaftinum eða livað
það nú var, sem var í þann veginn að ríða honum að fullu, þeg-
ar drenginn bar þar að.
t hvert skipti og Valdi liafði flogið flugi sínu og að því loknu
fleygt sér niður á grasflöt eða tekið sér sæti á einliverri sérstak-
lega freistandi grein, gal hver sem vildi gengið að honum og
tekið liann með höndunum .... eða í kjaft sér, ef það var kött-
ur, hundur eða kráka. Valda mundi ekki til hugar korna, að nokk-
ur hætta væri á ferðum, — ekki fyrr en um seinan. Hann var al-
gerlega óttalaus, kunni bókstaflega ekki að hræðast: hafði ekki
vit á því, liafði ekki lært það. Hann mundi aldrei trúa því; f>'rr
en liann reyndi það, að það gæti verið ástæða til að forðast aðr-
ar lifandi verur, hvorki fugla, menn né ferfætlinga. Hann var
með öðrum orðum gersamlega án þeirrar líftrvggingar, sem felst
í skynsamlegum ótta um líf sitt og hagsmuni. Síðan daginn góða-