Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 22
134
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD
eimreidin
Gísli var lieldur ekki eiun um það bræðra sinna a3 iðka söng-
listina. Einar Páll var organleikari og hefur samið lög (eitt fal-
legt prelúdíum í Organtónum I). Þórarinn fékkst þó þeirra mest
við lagsmíði og hefur gefið út sönglagasafn (Vestrœnir ómar,
Cincinnati 1935).
Þessi ást Gísla á sönglistinni hefur markað rit hans í tvennum
skilningi. Hann hefur skrifað sumar beztu greinir sínar um tón-
skáld, og hann liefur bæði fyrr og síðar ort meira undir söng-
lögum heldur en flest önnur skáld og það svo, að textar hans
liafa fallið nákvæmlega að lögimum.
Um langa hríð brosti lífið við þeim hjónum: vinna mikil, en
hjúskaparást, barnalán og vinakynni. En þá dró upp svart þrumu-
ský. Árið 1918, 8. nóvember, misstu þau yngstu dóttur sína, Unni
(f. 25. febr. 1915). Bæði tóku missinn afarnærri sér, ekki sízt
Gísli, eins og sjá má af liinum fögru eftirmælum (,,Unnur“) i
Farfuglum. En þessi liarmur þeirra varð til þess, að konan rak
bónda sinn til þess að safna saman ljóðum sínuin og gefa þau út.
1 annan stað hvatti hann konuna til þess að fara að skrifa sögur.
Það er því ekki að ófyrirsynju, að Gísli helgar konu sinni ljóðin,
né lieldur liitt, að Guðrún tileinkar manni sínum sögumar. Hér,
sem á öðrum sviðum, voru þau hjónin samhent og vissu livað
hinu kom bezt. Á liinn bóginn hefur söknuðurinn eftir dótturina
sennilega markað þunglyndisblæ, eigi aðeins sum kvæði Gísla,
heldur einnig sögur Guðrúnar.
V.
Fremst í kvæðabók Gísla er ljóðabálkur allmikill (bls. 9—50),
er kallast „Utilegumaðurinn“. Er þetta söguljóð ort út af þjóð-
sögu um pilt og stúlku í sveit, sem meinað er að njótast, strjúka
úr byggðum fram til fjalla, eignast þar böm og buru, grafa
rætur og muru; Hjá Gísla er útilegumaðurinn kotungsson, alinn
upp á heiðalöndunum, og er hann fellir hug til prestsdótturinnar,
getur klerkur að sjálfsögðu ekki gefið slíku vesalmenni dóttur
sína. En með því að þau em staðráðin í að hafa bann föður
hennar að engu, þá flýja þau á fjöllin, setjast þar að og byggja
sér „birkiraftakró“. Um skamma liríð virðist lífið hrosa við þeim
í lireysti æskuáranna. Þau eignast son, sem þau unna mjög. En