Eimreiðin - 01.07.1951, Page 36
148
UNG STÚLKA VAKNAR —
KIMREIÐIU
Nema þú fáir þá snjóblindu í sólskininu! —• Og stelpurnar, —-
þær þekkja nú lífið og kunna tökin á því, skal ég segja þér. —-
Og þær sögðu bara: Oj, putt, liún er bara ofurlítið „sveitó“ —-
ennþá! — En bíðið þið bara við. Hún skal nokk verða ágæt,
alveg eins og við binar, áður en lýkur! — Það er því engin
liætta á neinni skollablindu lijá þér! — Við liöfum tjald með
í Vaglaskóg, og svo liggjiun við úti!“
Silja (einbeitt): „Ég skal segja þér nokkuð, Bjössi. Ég var
orðin staurblind af „lioppi og liíi“ með ykkur í allan vetur!
Á ralli langt fram á nætur og svo þreytt og sljó allan daginn
eftir, og eiga þó að vinna fyrir aðra! — En nú skal ég segja
þér sögu, Bjössi, (syngur): Ég er seyt-ján ára í dag! — Og al-
sjáandi! — Og veiztu, bvað ég lief séð?“
Bjössi (stúrinn): „Ha — a? — Séð? — Hvað ætli þú liafir
séð svosem — úti!“
Silja: „Jú. —• Ég bef séð lífiS sjálft! 1 fyrsta sinn á ævinni!“
Bjössi (grallaralaus) : „Hva-a-að? — LífiS? — Hvað áttu við! —
Þú ert eittlivað meira en lítið undarleg!“
Silja (glöð og ör): „LífiS? — Jú, það er sólin og sumarið og
græn jörðin gróandi og blái kjóllinn minn —■ og allt og allt! —-
En „lioppið og bíið“, það eruð þið, strákarnir og stelpurnar! —
Og nú fer ég heim á morgun og vinn úti með pabba og mömmu
livern dýrðlegan dag í allt sumar! Og svo borða ég eins og tröll,
sef eins og steinn og vakna glöð eins og sólskríkja á hverjum
morgni! — En það gerið þið ekki! — En lieilsaðu þeim saint
öllum frá mér, Bjössi! — Þú liefur nú stundum verið góður. •—
En stundum ekki. — Og vertu nú sæll!“
Bjössi: Þú ert bara orðin undarleg! — Þú ert ekki með sjálfri
þér, Silja! —- Þau trúa þessu ekki, neitt hinna! — Nei, svei mér
þá! — Taktu nú sönsum, stelpa!“
Silja (glöð): „Það er einmitt það, sem ég bef gert, Bjössi!
(Syngur):
Að hugsa sér, Bjössi, hvað ég er rík!
Og heyrðu nú ljóð mitt og lag:
Ég á heiðbláan kjól! — Ég á sumar og sól!
Ég er seytján ára í dag!“
1. sumardag 1951.