Eimreiðin - 01.07.1951, Page 38
150
GILLI INN ÍRSKI
eimreiðin
II.
Veginn lá Þorsteinn og voð á hann breidcL,
en vegandinn nakinn á bekk,
að setinu og manninum reipi reidd
og reirt með ólum og. hlekk.
Ingveldur litverp við eldinn stóð,
er inn læddist dagskíman grá,
þá fyllti hún eitt ker af kolaglóð
og kvið hans setti það á.
Hann sparn við svo fast, að brakaði í bekk,
og beit $aman tönnum, svo gnast,
loks ógnþrungið vald hann yfir sér fékk.
Til Ingveldar mælti hann hvast:
Tak kerið, því skammt er frá kvölum til móðs,
og kaldsárt er, vittu til sanns,
þeim ættstofni, er fylgir frá blóði til blóðs
bölyun deyjandi manns.
En konunni, ráðvilltri af harmi og heift,
hraus hugur við þrælsins kvöl.
1 atburðinn sá hún og ásýnd hans greypt
aldanna þjáning og böl.
Við kerinu sparn hún, það kastaðist frá,
en kolbrunnin holdfyllan sprakk.
I opinni beninni innýflin sá.
en úti gdll hrafnanna hlakk.
En dauðinn strauk sárin, þá dofnuðu mein,
og drœumró í svip honum hlóð.
Að sjónum leið æfin hans, grein fyrir grein,
og greyptist í slitróttan óð.
É