Eimreiðin - 01.07.1951, Side 42
154
SKEMMTIFERÐ FYRIR HÁLFRI ÖLD
EIMREIÐlN
Morguninn, sem leggja átti af stað, vorum við snemma á fot-
um. Yeður var hið ákjósanlegasta, heiður himinn, blæjalogn og
lítið frost.
Við lögðum af stað klukkan rúmlega 9, vel búnir til ferðar-
innar, höfðum borðað góðan morgunverð, vorum klæddir skjól-
góðum fötum, ytri og innri, í tvennum ullarsokkum auk utan-
yfirsokka (hásokka), sem buxumar voru brotnar ofan í. Á fótuni
liöfðum við verpta selskinnsskó, því þeir voru taldir heppilegri
öðmm skóm, þar sem þeir frusu síður. Skíði töldum við óþörf
og liöfðum þau engin, en þriggja álna broddstafi, eins og þa
tíðkaðist, bárum við um öxl og við þá bundna góða brodda, vel
út búna að urgum og böndum (fjórskeflinga).
Þannig útbúnir, sem hér er frá skýrt, lögðum við af stað.
Engar byrðar liöfðum við, utan eina selskinnstösku, sem alltíðar
voru á þessum árum, og voru þær bornar á baki, í ól, sem spennt
var í sauðband um öxl. En önnur ól var í þeim, sem spennt var
yfir mitti manns, til þess að taskan gæti ekki dregizt til. 1 tösk-
unni liöfðum við plögg, skó til að nota þar, sem við gistuni,
hálslín og mikið og gott nesti.
Héldum við sem leið liggur upp úr Eskifjarðarkaupstað og
sóttist vel ferðin. En þegar komið var upp í svokallaðan Þver-
árdal, var óslitin lijarnbreiða, en blemmifæri, nema þar, sem
dálítið vottaði fyrir esju, því glaðasólskin var og þetta beint á
móti sól. Heldur tafði þessi esja þó för okkar, því liennar vegna
skrikaði víða fótur í spori.
Klukkan mun hafa verið um 11, þegar við komum að Jökul-
kinninni, en það er síðasta brekkan til háfjallsins. Þarna hafði
sólin ekkert unnið á, og bundum við upp broddana þar, því
brekkan er snarbrött.
Til þessa liafði verið glaðasólskin og heiðskírt loft, en meðan
við bundum upp broddana, syrti að með koldimmri þoku og
snjódrífu. Varð þetta með svo snöggum hætti, að okkur setti
hljóða í fyrfetu, en réðumst svo um, livað gera skyldi.
Við afréðum að lialda áfram, í þeirri von, að þetta yrði aðeins
stutt él.
Ég vil geta þess, að við liöfðum eitt sinn farið þessa leið fvrir
7 árum, með Jóni Pálssyni, sem lengi var póstur milli Eski-