Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 72
184
VILLUR 1 SICÓLABÓKUM
EIMREIÐlN
strax og því varð við komið, og fara með hið íslenzka þjóðfe-
lagsvald yfir Grænlandi. En þar af leiðir einnig, að Grænland
varð hluti hins íslenzka þjóðfélags.
Fjöldi staða í Grágás sýnir, að Grænland var íslenzk nýlenda,
undirgefin íslenzku löggjafarvaldi og öllum þáttum íslenzks
þjóðfélagsvalds. í því, að vera nýlenda þá, fólst aðeins það, að
þegnarnir í lienni vorn ekki skyldir að ríða til löggjafarþings
þjóðfélagsins, en þeir höfðu jafnan rétt við aðra þegna, ef þeir
vildu koma þar. En í nýlendunni liöfðu þeir eigið, æðsta dóm-
þing fyrir nýlenduna, án löggjafarvalds. Þingskipun Grænlands
var sem íslenzks fjórðungs. Nýlendustöðunni fylgdi engin undir-
okun, lítilsvirðing, fjárútlát eða réttarskerðing af neinu tæi.
Járnsíða og Jónsbók voru sendar til Grænlands til birtingar
þar. Grágás, Jámsíða, Jónsbók og Kristinréttur Árna biskups
segja og gera ráð fyrir, að Grænland og allt liið vestræna svæði
sé í þeirra umdæmi, og liið sama vottar fjöldi annarra lieiinilda.
Skattheit Grænlendinga var aðeins loforð um fjárgreiðslu, er
eflaust var skildagað. Grænlendingar heita konimgi hvorki tru
og liollustu né sóru honum land og þegna, en án slíkra heita
gat Hákon ekki orðið konungur Grænlands eða Grænlendingar
þegnar lians árið 1261.
Með Gamla sáttmála kemst Grænland í konungssamband við
Noreg. Upp í Gamla sáttmála er og tekinn sáttmálinn við Ólaf
digra frá 1016—23, þar sem íslendingar gera kröfu til yfirráða
yfir Grænlandi og öllu liinu vestræna svæði, en Noregskonungar
viðurkenna það. Inn í skildagann frá 1263 var fellt fyrirmæli
um sigling tveggja skipa ár hvert til Grænlands (sbr. bréf Frið-
riks II. til Grænlendinga 12. apríl 1568).
Páfakirkjan, Noregskonungar og þjóðfélögin á vesturströnd
Noregs viðurkenndu yfirráðarétt Islands yfir öllu svæðinu fynr
vestan miðhafslínuna milli Noregs og Islands.
Upp frá þessu liafa konungar Islands talið sig hafa yfirráða-
rétt yfir Grænlandi á grundvelli Gamla sáttmála, konungserfða-
talsins í Jónsbók og hyllinga þeirra, sem þeir fengu á íslandi,
en einveldi á grundvelli einvaldsskuldbindingarinnar í Kópavogi
1662. Þessu íslenzka einveldi yfir Grænlandi hefur konungur
enn ekki afsalað sér í hendur íslenzku þjóðarinnar. Konungar
íslands stjórnuðu Grænlandi sem einvaldsherrar frain til 1905,