Eimreiðin - 01.07.1951, Side 86
198
MAÐUR OG BLÓM
eimreidin
til að skoða nánar. Svo liélt ég áfram að fylgjast með unga mann-
inum.
Allt í einu lieyrðist veik stuna fyrir ofan okkur. Ungi maður-
inn leit upp, truflaður á svip.
— Jú, nú förum við að koma, tautaði liann við sjálfan sig
og liraðaði sér ofurlítið við vinnuna.
Hann var að fást við langaii stamp, sem var alsettur fögrum
blómum. Mér til mikillar undrunar kippti hann burt stærsta
blóminu og bjó sig til að kasta því á brott.
— Hvers vegna farið þér svona með svo stórt og fallegt blóm?
Mér sýnist fullkomlega allt í lagi með það.
Hann hló dálítið.
-— Ef þér væruð vanur blómarækt, munduð þér sjá, að ræt-
urnar eru farnar að visna. Að vísu er blómið ekki sem verst
útlítandi.
Svipur lians breyttist, og liann athugaði blómið nánar.
— Einkennilegt, sagði liaim, — nú verður maður að fleygja
þessari jurt vegna þess að liún tefur fyrir vexti liinna. Hún tekur
næringu frá þeim og skyggir á þær, svo sólin nær ekki að skína
á þær. En áður var það öfugt. Þá skýldi liún jurtunum, sem nú
eru orðnar fullþroska og miðlaði þeiin af næringu sinni. En nú
er henni ofaukið, og ekkert er annað að gera en að fleygja benni
sem öðru rusli.
Hann hló dálítið um leið og liann kastaði blóminu í körfuna.
— Jæja, auðvitað er ég að tefja yður á þessu kjaftæði og vit-
leysu. Við skulum koma upp og líta á sjúklinginn.
Hann stóð á fætur og dustaði moldina af liöndum sér. Við
gengum upp breiðan, flosklæddan stiga og inn í dinnnt og loft-
lítið lierbergi, sem angaði af meðalalykt. Við sáum óljóst móta
fyrir sjúklingnum í liorninu. Það var gömul kona, sem bafði
legið í kör í mörg ár. Ég tók eftir meðalapakka, sem lá á borð-
inu. Hann liafði aldrei verið opnaður.
— Hafið þér ekki gefið henni tvær töflur á dag, eins og ég
ráðlagði? Pakkinn er ósnertur.
Hann varð vandræðalegiu- á svip.
— Konan mín er vön að sjá mn liana, þegar stúlkan á frí,
svaraði hann dræmt, en nú eru þær báðar úti.
Ég gekk yfir að rúminu og þreifaði á slagæð gömlu konunnar.