Eimreiðin - 01.07.1951, Page 87
EIMREIÐIN
MAÐUR OG BLÓM
199
En það var of seint. Stunan, sem við liöfðum heyrt áðan, hafði
líklega verið síðasta andvarp hennar.
Við veittum henni nábjargirnar, og ungi maðurinn liorfði
Uokkra stund á byrgt liöfuð líksins.
~~ Hún var móðir mín, sagði hann loks, og röddin var hás.
Eg vissi það. Þessi gamla kona, sem visnað liafði upp og
skrælnað eins og laufblað á hausti, var móðir hans. Andlitið
Var heiðgult og skorpið. Og samt hvíldi yfir því dásamleg feg-
Urð 0g órannsakanleg ró, sem hvergi er annarsstaðar að finna.
Hún var af fátæku fólki komin, en hafði brotizt áfram og
komizt í töluverð efni. tír knýttum höndunum mátti lesa langa
Sogu: bær í afdal, liarðir vetur, barátta við miskunnarlaus nátt-
Uruöfl, svita úthellt við að koma upp gripunum, fellivetur, börnin
kíetast við, andvökunætur yfir veikum börnum, brotizt áfram
Segn skorti, kulda, áþján og erfiði, og sigur að lokum. Síðan ...
eins og hvert annað rusl.
Ungi maðurinn var orðinn óþolinmóður, og rödd lians vakti
111 Jg upp úr draumórum mínum.
Er nokkuð meira að gera? Hann hafði horft stjörfum aug-
Uui á miðstöðvarofninn allan tímann.
tið gengum þegjandi út úr herberginu og niður. Hann andaði
lettar.
Það vildi ég, að konan mín færi að koma. Ég þarf á áríð-
aödi fund eftir hálftíma. Auðvitað er hann áríðandi, annars færi
eg ekki. Verkfall hjá starfsfólkinu.
' Er ekki annars bezt við gerum upp strax? bætti liann
— hve mikið?
Eg reiknaði saman í liuganum.
Ellefu vitjanir, sex hundruð.
Hann rétti mér tvo seðla og opnaði fyrir mér dvrnar. Síðan
gekk hann inn, og ég lieyrði, að hann var byrjaður að dútla við
plönturnar aftur.
Jökull Jakobsson.