Eimreiðin - 01.07.1951, Page 109
eimreiðin
Danskl hervald
gegn íslenzkum bónda
eftir Ragnar Jóhannesson.
I.
Þegar farin er þjóðleiðin vestur um Dali, er farið um Miðdali
°g þvert yfir Haukadal neðanverðan og síðan yfir leiti nokkurt.
Er það framhald af liálsi þeim, sem gengur fram á milli Laxár-
dals og Haukadals og fer smálækkandi eftir því sem nær dregur
«jó. Af leiti þessu er mjög víðsýnt í björtu veðri. Miðdalirnir
blasa við, víðir og búsældarlegir, neðanverður Hörðudalurinn
■°g Skógarströndin langt út eftir, en að baki þeirra sér til Snæ-
fellsnessfjalla, tígulegra og fjölbreytilegra. Fyrir breiðu Hvamms-
fjarðarmynninu liillir uppi eyjamar óteljandi, svo að líkist sam-
felldum, fjarlægðarbláum garði, sem Dímonarklakkarnir skerast
UPP úr eins og egyptskir pýramídar. Lengra til norðvesturs
breiðir Hvammssveitin, bin brekkufagra byggð, úr sér með land-
ttámsjörðina og höfuðbólið Hvamm í öndvegi. En norður af
leitinu sjálfu, sem við stöndum á, liallar inn í Laxárdalinn, sveit
Bolla og Kjartans.
Næsti bærinn, sem við fömm fram lijá, þegar við höldum inn
af leitinu, stendur í lágri, aflíðandi blíðinni, neðanvert við veg-
imi, en þar niður af tekur við víður og blautur flói, sem teygist
fram undir sjó. Þessi bær lieitir Saurar, sem leitið er við kennt.
Á öldinni, sem leið, átti lieima á þessum bæ einn af þeim
kynlegu kvistum, sem mnnir eru úr íslenzkri mold. Það var
bóndinn, sem stóð svo að kalla alla ævi uppi í bárinu á yfir-
völdunum, bæði andlegum og veraldlegum, og storkaði þeim svo,
að amtsyfirvöldin leituðu til danska sjóhersins til að koma lögum
yfir þennan óstýriláta þegn sinn. Munu víst fá dæmi slíks í sögu
Islendinga. Danakonungur sendi að vísu lierskip til landsins
1550 til að taka í lurginn á Jóni karlinum Arasyni, og umboðs-