Eimreiðin - 01.07.1951, Page 119
EIMREIÐIN danskt hervald gegn íslenzkum
231
vildi það við hafa og þóttist með þurfa. Um þá hæfileika er
erfitt að neita honum, þótt gallagripur væri hann og hegðunin
sízt til eftirbreytni.
Nokkrum árum eftir atförina að Gísla og ósigur, sem nú liefur
verið lýst, yfirgaf hann átthaga sína og settist að norður í Skaga-
firði og fékkst enn við málaflækjur og málarekstur, enda höfðu
ýmsir, sem í málaferlum áttu, traust á honum og létu hann
®ækja mál fyrir sig. Ekki þurfti að efast um liarðfylgið, hragð-
vísina og raunar lögkænskuna. Hann hefði líklega orðið hepp-
mn og eftirsóttur málflutningsmaður á okkar tímum.
En ekki hafa allir Skagfirðingar hugað gott til komu Gísla
norður, sízt yfirvöldin, enda var þess ekki að vænta. Það sýna
þessi skemmtilegu ummæli Eggerts Briem sýslumanns, þegar
kann frétti, að Gísla var von í umdæmi hans:
«Nú steðja plágurnar að Skagfirðingum úr öllum áttiun: Haf-
ísiiui að norðan, öskufall að austan, fjárkláði að sumian og
Saura-Gísli að vestan“. Þessi orð, þótt í hálfkæringi séu sögð,
sýna bezt, að Gísli þótti enginn meðalmaður, þótt á þann veg
væri, sem friðsamir menn og löggæzlumeim kusu sízt.
Enda brá Gísli ekki vana sínum í Skagafirði um erjur og
ýfingar, þótt ekki þyrfti að beita við hann liernaðaraðgerðum
eftir þetta. Fáum árum síðar fluttist liann til Vesturheims, ásamt
fylgikonu sinni úr Saurbænum, sem fest hafði ást á honum og
haldið tryggð við liann.
I nýja landinu var furðu hljótt um hann, og virðist þar hafa
elzt af honum baráttulmeigð hans og deilugirni við nýtt um-
hverfi og ný yfirvöld. Haim andaðist vestra, háaldraður maður
árið 1894, sennilega saddur lífdaga. Hann virðist hafa komið
sér þar vel og verið friðsamur. Þannig urðu ævilok þessa mesta
óróamanns og friðarspillis, sem um getur í alþýðustétt á Islandi
á öldinni sem leið.
Eins og af líkum má ráða, hafa margar sögur gengið af Saura-
Gísla lífs og dauðum. Til skamms tíma hefur eldra fólk vestra
kunnað að segja munnmælasögur um hann, og ýmislegt liefur
verið ritað mn hann, auk þess sem liann hefur lagt til dóms-
skjala og réttarbóka. Ýtarlegust skil hefur Oscar Clausen rit-
höfundur gert honum í bók sinni, Saura-Gísla sögu.
Heimildirnar um Gísla gefa okkur yfirleitt svipaða mynd af