Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1951, Side 120

Eimreiðin - 01.07.1951, Side 120
232 DANSKT HERVALD GEGN ÍSLENZKUM EIMREIÐIN lionum: kaldrifjuðum gáfumanni, glettnum og gjömum til ýf- inga, fjandmanni allra yfirvalda og hrottamenni. Það stingur því skemmtilega í stúf, þegar eitt lielzta þjóðskáld okkar, Mattliías Jochumsson, bregður ljósi á aðra lilið á eðlisfari þessa einkenni- lega manns. 1 „Söguköflum af sjálfum mér“ segir séra Matthías frá dvöl sinni á Kvennabrekku, lijá séra Guðmundi, móðurbróður sínum. En þá var Matthías ungur og leiddist lífið og lambasetan í Dölunum. Honum segist svo frá m. a.: „Þá (um veturinn) var maður norðlenzkur, sem Jakob hét Atlianíusson, til kennslu hjá frænda mínum. Hann var léttúðar- maður og þótti viðsjálsgripur til orða og verka; hann þóttist öllum fræknari og glímnari og lék mig illa, en nokkur brögð nam ég af honum. Saura-Gísli, hinn alkunni málaþjarkari, var þá með beztu bændum í Dölum og allmikill kunningi frænda míns. Við vorum rekkjufélagar, þegar liann gisti hjá okkur. Og einhverju sinni sagði ég Gísla frá harðleikni Jakobs og þrælabrögðum, og spurði, hvort liann segði það satt, að Gísli stæði honum ekki snúning; svo hafði piltur sagt mér. Gísli svaraði fáu, en bað mig sjá svo til, að hann, ásamt mér, fylgdi sér úr hlaði. Báðir vorum við albúnir til þess. En þegar út á túnið kom, stökkur Gísli af baki og þrífur til Jakobs og segir: „Nú skal launa þér lambið grá, þér, sem níðist á smádreng og þykist mér jafnsnjallur, eða viltu verja þig, skræfa!“ Jakob var mjúkur og tekur til bragða, en óðara kenndi aflsmunar, og fleygði Gísli honum viðstöðulaust flöt- um í djúpan poll, og fór svo þrisvar. Þá sagði Gísli: „Segðu mér, Matti litli, ef þrællinn þorir að níðast á þér oftar“. Síðan reið kempan sinnar leiðar, en Kobbi lötraði heim og hlífðist við mig æ síðan. En þetta drengskaparstrik nnmdi ég lengi Gísla; var honum margt drengilegt gefið, auk fróðleiks og karlinennsku, þótt brokkgengur þætti og óeirinn, en með góðum mönnum gat hann sómt sér vel með vitsmunum sínum og atgervi; má og vel vera, að meiri hefði orðið hans auðna, hefði liann ungur, en ekki gamall og spilltur, flutzt til Ameríku“. Ef til vill hefur kærleiksskáldið góða kunnað önnur tök á Gísla en yfirvöldin, sem urðu að fá aðstoð danska sjóliersins til að buga þennan eina íslenzka bónda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.