Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 121
eimreiðin
Frá borði riísíjórans.
tSmágreinir um ýmis efni, sem fyrir veröa í önnum dagsins].
FYRSTA sunnudaginn í október fer S. í. B. S. — Samband íslenzkra
berklasjúklinga — í sína árlegu herferð gegn hinum hvíta dauða, safnar
fé til hælisins í Reykjalundi, þar sem rísa eiga nýjir vinnuskólar handa
veikbyggðu fólki, sem fengið hefur að vísu heilsuna aftur, en má ekki
vinna nema létta vinnu og þarf enn aðhlynningu og gott viðurværi.
Berklavarnadagurinn er hann nefndur, þessi dagur með blæ bjartra
vona og fyrirheit um heilsu og líf handa þeim, sem þjázt.
Það er ekki nema hálf öld síðan berklaveikin var ein versta plágan,
sem herjaði þetta land. Sullaveikin og holdsveikin höfðu um sama
leyti náð hámarki, og nú eru báðar þessar plágur kveðnar niður að
mestu, þökk sé kyngikrafti læknavísinda og heilsuverndar. En berkla-
veikin hélt velli fyrstu áratugi aldarinnar og svifti margan lífi, óð
með helkulda vonleysis og sorgar inn á margt heimilið, þar sem áður
vikti gleði og bjartsýni, lagði í rústir lífshamingju manna og kvenna
í hundraðatali.
Þeir, sem nú eru á æskuskeiði, munu sennilega margir eiga erfitt
ffleð að gera sér í hugarlund hvílíkt reiðarslag það var fyrir íslenzk
heimili í byrjun þessarar aldar, er læknir upplýsti, að einhver á heim-
úinu væri haldinn berklum. Ekki var í neitt hús að venda með sjúkling-
inn, áður en Vífilsstaðahælið var reist. Sjúklingurinn varð að vera
a heimilinu áfram, aðeins reynt að einangra hann frá heimilisfólkinu.
Hræðslan við að smitast var oft gífurleg, enda voru reglur lækna um
emangrun sjúklingsins strangar. Hann var orðinn óhreinn í augum
fólksins. Og ofan á sjúkdóminn bættist kvíði sjúklingsins og kvöl út
af því, að hann kynni að smita aðra, svo sem nánustu ættingja sína
°S ástvini.
Mikil breyting hefur orðið til batnaðar í þessum efnum á síðustu
arum. Hræðslan hefur horfið fyrir þekkingunni. Fjöldi sjúklinga fær
nu fullan bata, og vonir standa til að takast megi að útrýma berkla-
Veikinni úr landinu, eins og sullaveikinni og holdsveikinni hefur áður
Verið útrýmt.
„Lífið þó sigrar um síðir>‘ er heróp S. í. B. S. í sönghvöt þess við
sofnun fjár til framkvæmda í þágu göfugrar hugsjónar. Starfsemi
sambandsins er þegar orðinn mikilvægur þáttur í baráttunni gegn
hvíta dauða. Hressingarhælið í Reykjalundi hefur tekið við fjölda
fólks í afturbata, sem þar fékk að starfa eftir því sem heilsan leyfði,
en þurfti ekki að fara beint af sjúkrahæli út í lífsbaráttuna, áður