Eimreiðin - 01.07.1951, Side 127
eimreiðin
Leiklisiin.
Sæluvika Skota, Gullna hliðið
i Edinborg.
Nýtt leikár, gömul leikrit.
Leikhúsþreytan.
Þanlcar á einu rigningarkvóldi.
Sennilega ætla ég mér ekki af
með þessa yfirskrift, því að tím-
mn er naumur, kvöldstund við
skrifborðið meðan fyrsta stórrign-
m? haustsins lemst á rúðum. En
þessir þankar koma upp í hug-
ann eins og af sjálfu sér og hirða
ekki um rétta rás atburðanna.
Það getur vel verið, að það sé
misskilningur minn, að Skagfirð-
ingar hafi fyrstir manna komið
a hjá sér sæluviku, en það eru
ekki nema fimm ár síðan Skotar
efndu fyrst til svipaðra hátíða-
halda í Edinborg, nema allt var
stærra í sniði hjá Skotum og vik-
nrnar þrjár. En hvað um það,
sæluvika Skagfirðinga kom mér í
}luíí> þegar ég átti þess kost nú
í sumar að dveljast í Edinborg
fyrstu viku Edinborgarhátíðar-
mnar. Skotar ei'u fjölmennari en
Islendingar, og Edinborg liggur
í alfaraleið ferðamanna, svo að
sízt er að undra, þó að meira hafi
verið um að vera en á Sauðár-
króki, þegar sýslunefndarfundur
stendur yfir. En hugmyndin er
sjálfsagt hin sama, menn gera sér
dagamun, og listin situr í fyrir-
rúmi nieð sjónleikum, hljómleik-
um og listaverkasýningum alls
konar. Áreiðanlega er það um-
hugsunarefni fyrir Eeykvíkinga,
hvort þeir gætu ekki farið að
dæmi Skagfirðinga og hagnýtt sér
reynslu þeirra, en tekið skipulagn-
ingu og undirbúning Edinborgar-
hátíðarinnar til fyrirmyndar.
Hver veit nema Listamannaþing-
in, sem hér hafa verið haldin,
gætu þá snúizt upp í réttnefndar
sæluvikur?
Annars var Edinborgarhátíðin
að þessu sinni eftirtektarverð fyrir
Islendinga, vegna þess að eitt leik-
húsanna í borginni tók íslenzkt
leikrit til sýningar. Það var The
Gateway Theatre, sem er ein-
stakt leikhús þegar af þeirri
ástæðu, að Þjóðkirkja Skota á það
og rekur. Þetta leikhús sýndi
Gullna hliðið eftir Davíð Stefáns-
son á jólum 1948, og líkaði sýn-
ingin svo vel, að leikritið varð
fyrir valinu sem framlag leik-
hússins til hátíðahaldanna í ár.
Var vel til sýningarinnar vandað
að öllu leyti, m. a. fengnir bún-
ingar héðan frá Leikfélagi Eeykja-
víkur. í stjórn leikhússins eiga nú
sæti Sir Andrew H. A. Murray,
fyrrv. borgarstjóri, prófessor
John Dover Wilson og séra George
Candlish, sem jafnframt er for-
stjóri leikhússins.