Eimreiðin - 01.07.1951, Side 129
eimreiðin
LEIKLISTIN
241
finninganna og heit innlifun í
sálarlíf einstaklingsins — ekki
endilega sölumanns, — sem gerði
þessa frammistöðu Indriða að
listaverki. Hvert hann hefði kom-
iztj ef hann hefði haft góða þýð-
ingu leiksins, er ekki gott að
segja, en þýðing Skúla Skúlason-
ar háði honum og öðrum leikend-
um tilfinnanlega, ekki vegna mál-
lýta, heldur vegna skorts á aðlöð-
un við stíl og framsetningu
skáldsins.
Það má deila um það, hvort
Þjóðleikhúsið eigi að leggja inn
a þá braut að taka óperur til
flutnings eða láta verða alvöru
Ur því að sinna íslenzku leikrit-
unum, sem fram koma og fram
eru að koma. Hvort tveggja er
ahættusamt. Fæstar óperur munu
standa undir sýningarkostnaði, og
Þegar nýja brumið er farið af
óperusýningum hér, má reikna
með hundrað-þúsunda tapi á
hverri uppfærzlu. Leikhúsið fælir
og allan fjölda fólks frá sér með
uppskrúfuðu verði aðgöngumiða á
slíkar sýningar. Á hinn bóginn
má alveg gera ráð fyrir, að fyrsta
uppskera íslenzkrar leikritunar
verði neðan við meðallag að gæð-
um á heimsmælikvarða, og þá
þyrfti aðgöngumiðaverðið að vera
svo lágt, að almenningur hafi í
raun og veru efni á að sækja sýn-
ingarnar og dæma um þá list, sem
nýir leikritahöfundar hafa upp á
að bjóða. Eins og er, stendur leik-
húsið mitt á milli öfganna og
framfleytir sér á gamla leikfé-
lagsvísu með þýðingum, en að-
göngumiðaverðið er komið í há-
mark.
Sýningin á Rigoletto var stund-
arsigur óperunnár og glæsilegur
16