Eimreiðin - 01.07.1951, Page 131
eimreiðin
LEIKLISTIN
243
ir, þurfa að gera sér ljóst, að
staðgóð þekking á þjóðlífinu, sögu-
leg og menningarsöguleg, er und-
irstöouatriði, þegar íslenzk leik-
rit eru tekin til meðferðar. Ævar
Kvaran var leikstjóri og lék sjálf- -
Lárus Pálsson sem Argan og Ás-
laug Guðrún Haróardóttir sem
litla stúlkan Louison í ímyndun-
arveikinni.
ur Lénharð, en gætti þess ekki, að
skrifað leikrit og leikið leikrit er
sitt hvað, hélt sig fast við skrift-
ma og tókst þess vegna ekki að
blása nýju lífi í þetta góða, gamla
leikrit.
Sviðsetning Óskars Borg á
ímyndunarveikinni var allt ann-
ars eðlis. Þessi sígildi gamanleik-
ui' Moliéres var tekinn upp aftur
1 haust með Sigrúnu Magnúsdótt-
ur í hlutverki Toinette í stað Önnu
Borg, sem lék hlutverkið við geysi
athygli í vor, sem leið. Umskiptin
voru til góðs, því að leikur Önnu
bar ekki einasta meðleikendur
hennar ofurliði, heldur líka sjálf-
an Moliére. Það var hin bragðvísa
og sérgóða Pernilla Holbergs, sem
réði húsum, en ekki ráðagóð og
húsbóndaholl Toinette Moliéres.
Allur leikur Sigrúnar studdi nú
að því, að ímyndunarveikin naut
sín til fullnustu, hún tók alla
slagi, sem Toinette hefur á hendi,
en meðleikendur hennar fengu líka
að spila út eins og þeim og leikn-
um hentaði. Annars er Toinette
ekkert aðalhlutverk í leiknum, þó
að mikilvægt sé, heldur beinir höf-
undurinn allri athygli að Argan,
hinum ímyndunarveika. Það hlut-
verk lék Lárus Pálsson með yfir-
burðum vel, svo að hvergi skyggði
á ánægjuna allt kvöldið. Þetta
leikafrek og hin hugvitssama svið-
setning leikstjórans blés nýju lífi
í gamalt og gott leikrit, svo að
þess mun lengi minnst.
Loks er þess að geta, að Leik-
félag Reykjavíkur tók upp aftur
sýningar á leikritum fra fyrra
leikári, Elsku Rut og Segðu stein-
inum. í seinni leiknum er sam-
leikur Rúriks Haraldssonar,
Gurinars Eyjólfssonar og Guð-
bjargar Þorbjarnardottur með
undirleik allra hinna, einkum
vita-mállauss svertingja, sem Gísli
Halldórsson leikur, ung og sterk
list, einhver sú bezta, sem hér
hefur sézt um langan tíma.
L. S.