Eimreiðin - 01.07.1951, Page 134
246
RITSJÁ
EIMKEIÐIN
meðtöldum, og er einskonar spegil-
mynd af kauðsku þeirri í umgengnis-
háttum og losi því, sem greip um
sig á stríðsárunum meðal vissrar
tegundar ungra manna og kvenna,
aðallega í höfuðstaðnum og umhverfi
hans. En jafnframt er hún brot úr
örlagaríku ævintýri ungs og áhrifa-
gjarns pilts, sem leiðist út í leti og
óreglu, af því að hann er blessað
barn, enda Bambino nefndur, í sam-
ræmi við annað erlent orðahröngl af
ýmsu tagi, sem einkennir frásögn-
ina, blessað, fávíst og reikult barn,
sem lætur undan lakari röddunum,
sem hvísla í eyru honum, en forðast
að hlusta á þær heilbrigðu og starfs-
glöðu, svo sem röddina Leifs, fáláta
drengsins, sem gengur í peysu á
sunnudegi og vinnur eins og maður,
— „kannske er hann stærsta von lit-
illar þjóðar“. Og mátti skáldið gjarn-
an svara sjálfu sér játandi, án þess
að úr þyrfti að' verða siðaprédikun
— og gerir það reyndar að vissu
leyti, því Bambino, blessaður sak-
léysinginn veiklyndi, lýkur ferli sín-
um í svaðinu, „líkt og yfirgefið og
heillumhorfið' barn í ljótri sögu“.
Höfundurinn hefur vísvitandi lagt
sig í líma, svo að lesendurnir fengju
hér af eigin sjón að kynnast því
götumáli, sem lakast er talað í landi
voru nú á dögum — og á þó að
heita íslenzka. Hér reykja menn
sínar sígarettur og redda sínu geimi,
klípa í axlartoppið hver á öðrum
og eru svalir náungar, svellgæjar og
svingpjattar, snúa á lögguna og þynn-
ast upp, þegar vínið er búið úr glös-
unum, verða svo aftur allsgáðir og
gera sinn bissness, ekki eins og edjót,
heldur eins og klár gæ í hasamynd
og eru hundrað prósent vissir uin
að fyrirtækið heppnist, eins og lijá
_guttunum, sem nöppuðu fimmkalla-
glásinni í hittiðfyrra, rúbba sér svo
í sparidressinn og blæða kók fyrir
náungann. Lengra sýnishorn af mál-
inu leyfir rúmið' ekki, en manni
verður á að' spyrja: Er þetta sú ný-
íslenzka, sem koma skal, og væri til
of mikils inælzt af rithöfundum vor-
um, að þeir vöruðu við þeim ófögn-
uði, sem hér ér á ferðinni? Maður
freistast þá líka til þess að vera
svo góðviljaður í garð liöfundar
Vögguvísu, að hann Iiti síður bókar
sinnar með' þessum inálblómum —
og öðrum slíkum — lesendum sínum
til viðvörunar, því með því einu móti
verða þau ef til vill réttlætt.
Annars leynir sér ekki í þessari
bók rík frásagnargáfa böfundarins og
frjótt ímyndunarafl. Viðfangsefni
lians er sannarlega einnig mikils-
vert, og liann gerir því þannig skil,
að lesandanum verður hugstætt. Eins
og smásagnasafnið eftir sama liöfund,
sem minnst var í síðasta liefti Eim-
reiðar, lofar saga þessi góðu um
höfundinn, og má vænta mikils af
honuin, með vaxandi þroska og æf-
ingu í íþróttinni. Sv. S.
ÆTTLAND OG ERFÐIR. Bókaút-
gáfan Norðri liefur nýlega gefið út
úrval úr ræðum og ritgerðum dr.
Ricliards Beck, undir ofangreindri
fyrirsögn. Er bókinni skipt í tvo
meginþætti. Fyrst eru ræður um
þjóðræknis- og menningarmál, síðan
ritgerðir og erindi um íslenzk skáld
og rithöfunda. Dr. Beck er lofgjarn
in sano sensu eða í betri merkingu
þess orðs. Hann er góðviljaður í
dómum og hneigður fyrir að lirósa
því, sem hann telur hrósvert, en láta
kyrrar liggja aðfinnslurnar. Umsagnir
lians um menn og málefni eru fræð-
andi og einkennast af þekkingu.