Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 135

Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 135
eimreiðin RITSJÁ 247 Hann hefur um langt skeið lagt fram drjúgan skerf til að auka áhuga landa t Vesturheimi og enskumælandi manna á sögu íslands og bókmennt- um. Fölskvalaus ást hans til íslands og íslenzkrar þjóðar einkennir öll hans ritstörf og ræður. Þar sem hann er, á íslenzka þjóðin traustan útvörð og einlægan málsvara. í bókinni eru 16 ræðukaflar um þjóðræknis- og menningarmál og 15 ritgerðir og erindi um íslenzkar hók- menntir. Er hér því aðeins að ræða um örlítið hrot af öllu því, sem eftir dr. Beck liggur í blöðum og tíma- ritum, bæði austan hafs og vestan. En úrval þetta hefur tekizt vel og gefur góða hugmynd um rithöfundar- einkenni hans og bókmenntagagn- fýni. Bókin „Ættland og erfðir“ er hin vandaðasta að frágangi, 270 hls. að stærð, og prentuð í prentsmiðj- unni Odda í Reykjavík á síðastliðnu ári- Siu.S. HRAUNKVÍSLAR, kvœði eftir Braga Sigurjónsson, Ak. 1951. — Það er minni birta og æskuhiti í þessari ljóðabók höf. en fyrri ljóðum hans, meira af kergju og bölsýni. Sjálft heiti bókarinnar og samnefnt kvæði fremst í henni ber þessari hugarfarsstefnu vitni: „Auðnarhúa einum andvakan er þungbær, einlægt þar í eyrum ymja kynleg Ijóð. Merktur ógn og angist út á grýtta sanda móti döprum degi dimmar götur tróð“. Tilvcran er skáldinu sem hraun og grýttir sandar. En svo kemur það auga á kvislar i hrauninu, sem vísa leiðina út úr auðninni og „áttirnar hurt og heim“. Skáldið er óánægt með sitt hlutskipti, hlutskipti auðn- ar, brotinna vona, árangurslítillar leit- ar, ógnar og angistar og þráir að komast heim úr ferðalaginu um fer- leg klungur lífsins. Kvæðið Hraun- kvíslar er forustukvæði bókarinnar, og fremst þessara ljóða. Eftir því er bókinni valið nafn, og af því mót- ast blær hennar og viðhorf. Þessi lífsleiði, sem stundum blandast mann- fyrirlitningu, gerir víða vart við sig í ljóðunum. „Tvö tilbrigði íslenzks vöggukvæðis á 5. tug 20. aldar“ er t. d. ádeila á togstreituna milli aust- urs og vesturs í alþjóðamálum, eins- konar bí, bí og blaka-gæla við þá Truman og Stalín, frá fylgjendum heggja hér á landi. Þarna bregður fyrir kýmni, sem er sjaldgæft að hitta hjá skáldinu. Aftur á móti gætir kergjunnar og vandlætingar- innar mest í kvæðinu „Búrhundar“, þar sem ein vísan er svona: „Blendin virðist veröldin, víða lítur hundssvipinn, margur er derrinn maðurinn og mikill af heldur smáu. Þótt hafi hann ekki hringað skott liann á sín bein og skófnapott og espaður þá eltir brott, sem annað og betra þágu“. Bezt tekst höf. upp, þegar hann tekur að yrkja um liðna atburði eða sérstæðar persónur, og gleymir sjálf- um sér út af örlögum annarra. Úr flokki slíkra kvæða eru Draugaskip- ið, máttugt og seiðmagnað sem römm þjóðsaga, og „Þyri litla — Þorbjörg hólmasól“, ilmrík og fersk lýsing á áhyggjuleysi æskunnar. Bragi er yf- irleitt bragvís í ljóðum sinum, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.