Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 135
eimreiðin
RITSJÁ
247
Hann hefur um langt skeið lagt fram
drjúgan skerf til að auka áhuga landa
t Vesturheimi og enskumælandi
manna á sögu íslands og bókmennt-
um. Fölskvalaus ást hans til íslands
og íslenzkrar þjóðar einkennir öll
hans ritstörf og ræður. Þar sem hann
er, á íslenzka þjóðin traustan útvörð
og einlægan málsvara.
í bókinni eru 16 ræðukaflar um
þjóðræknis- og menningarmál og 15
ritgerðir og erindi um íslenzkar hók-
menntir. Er hér því aðeins að ræða
um örlítið hrot af öllu því, sem eftir
dr. Beck liggur í blöðum og tíma-
ritum, bæði austan hafs og vestan.
En úrval þetta hefur tekizt vel og
gefur góða hugmynd um rithöfundar-
einkenni hans og bókmenntagagn-
fýni. Bókin „Ættland og erfðir“ er
hin vandaðasta að frágangi, 270 hls.
að stærð, og prentuð í prentsmiðj-
unni Odda í Reykjavík á síðastliðnu
ári- Siu.S.
HRAUNKVÍSLAR, kvœði eftir
Braga Sigurjónsson, Ak. 1951. —
Það er minni birta og æskuhiti í
þessari ljóðabók höf. en fyrri ljóðum
hans, meira af kergju og bölsýni.
Sjálft heiti bókarinnar og samnefnt
kvæði fremst í henni ber þessari
hugarfarsstefnu vitni:
„Auðnarhúa einum
andvakan er þungbær,
einlægt þar í eyrum
ymja kynleg Ijóð.
Merktur ógn og angist
út á grýtta sanda
móti döprum degi
dimmar götur tróð“.
Tilvcran er skáldinu sem hraun og
grýttir sandar. En svo kemur það
auga á kvislar i hrauninu, sem vísa
leiðina út úr auðninni og „áttirnar
hurt og heim“. Skáldið er óánægt
með sitt hlutskipti, hlutskipti auðn-
ar, brotinna vona, árangurslítillar leit-
ar, ógnar og angistar og þráir að
komast heim úr ferðalaginu um fer-
leg klungur lífsins. Kvæðið Hraun-
kvíslar er forustukvæði bókarinnar,
og fremst þessara ljóða. Eftir því er
bókinni valið nafn, og af því mót-
ast blær hennar og viðhorf. Þessi
lífsleiði, sem stundum blandast mann-
fyrirlitningu, gerir víða vart við sig
í ljóðunum. „Tvö tilbrigði íslenzks
vöggukvæðis á 5. tug 20. aldar“ er
t. d. ádeila á togstreituna milli aust-
urs og vesturs í alþjóðamálum, eins-
konar bí, bí og blaka-gæla við
þá Truman og Stalín, frá fylgjendum
heggja hér á landi. Þarna bregður
fyrir kýmni, sem er sjaldgæft að
hitta hjá skáldinu. Aftur á móti
gætir kergjunnar og vandlætingar-
innar mest í kvæðinu „Búrhundar“,
þar sem ein vísan er svona:
„Blendin virðist veröldin,
víða lítur hundssvipinn,
margur er derrinn maðurinn
og mikill af heldur smáu.
Þótt hafi hann ekki hringað skott
liann á sín bein og skófnapott
og espaður þá eltir brott,
sem annað og betra þágu“.
Bezt tekst höf. upp, þegar hann
tekur að yrkja um liðna atburði eða
sérstæðar persónur, og gleymir sjálf-
um sér út af örlögum annarra. Úr
flokki slíkra kvæða eru Draugaskip-
ið, máttugt og seiðmagnað sem römm
þjóðsaga, og „Þyri litla — Þorbjörg
hólmasól“, ilmrík og fersk lýsing á
áhyggjuleysi æskunnar. Bragi er yf-
irleitt bragvís í ljóðum sinum, og