Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 70

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 70
222 ENGILLINN eimreiðin demantshring á baugfingri og gullbúnar tennur í trantinum- Slíkt vekur alltaf virðingu. Það sópaði að honum, þegar bann brunaði út úr Hressingarskálanum. Ég sat eftir og leit í dagblöðin. Þjónustustúlkan bar af borðinu. Hún mældi mig með augunum. „Þér þekkið hann?“ „Já, við erum leikbráeður . . . uppeldisbræður . . . fóstbræður.“ Ég ætlaði að vekja athygli hennar á persónu minni með því að gera benni skiljanlegt, að rammar taugar væru milli min og þessa þjóðfræga kaupahéðins. „Einmitt,“ sagði hún. „Hann er víst hroðalegur höfðingi!11 mælti ég. Hún hló hæðnislega. „Hann hefði sennilega getað verið þó nokkur burgeis, ef hann hefði notað hæfileikana og nennt að vinna í stað þess að lifa á slætti.“ Ég gapti dolfallinn. „Er hann farinn að stunda sláttumennsku? — Það er kostu- legt, því að í uppvextinum bar hann aldrei ljá í jörð.“ „Ég held barasta, að þér ímyndið yður, að hann sé einhver gullfugl og gersemi! Ég get sagt yður, að eiginkonan vann fyrir honum í nokkur ár. Hún er dugleg og átti snyrtistofu. En svo varð hún leið á honum — skildi við hann nýlega. Það er hún, sem ætlar að fljúga til Ameríku á morgun — ekki með Gullfaxa, heldur bandaríkskri herflutningavél, enda heitbundin kaptein- inum.“ Ég hef vist verið kindarlegur á svipinn, gaut verra auganu til stúlkunnar, meðan hún lét dæluna ganga. Svo tautaði ég ofan í bringuna, þyrkingslega yfirlýsingu: Ég væri ekki kominn i höfuðstaðinn til að hlusta á bæjarþvaður — hefði öðrum og hetri hnöppum að hneppa. Stúlkuskinnið roðnaði í vöngum og flissaði illyrmislega. Svo strunsaði hún frá gestinum, kerrti hnakkann og jukkaði lendunum. — Það er stundum þægilegt að vera rangeygur, — þarna kom það í veg fyrir, að einfaldur sveitamaður yrði sakaður um skort á grandvarleik, þó að hann félli fyrir þeirri freistingu að glápa á forboðna ávexti. Ég las áfram í dagblaði. Og í svartletraðri fréttaklausu stend- ur, að Gullfaxi hafi flogið árdegis til Parísar með viðkomu i

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.