Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 70
222 ENGILLINN eimreiðin demantshring á baugfingri og gullbúnar tennur í trantinum- Slíkt vekur alltaf virðingu. Það sópaði að honum, þegar bann brunaði út úr Hressingarskálanum. Ég sat eftir og leit í dagblöðin. Þjónustustúlkan bar af borðinu. Hún mældi mig með augunum. „Þér þekkið hann?“ „Já, við erum leikbráeður . . . uppeldisbræður . . . fóstbræður.“ Ég ætlaði að vekja athygli hennar á persónu minni með því að gera benni skiljanlegt, að rammar taugar væru milli min og þessa þjóðfræga kaupahéðins. „Einmitt,“ sagði hún. „Hann er víst hroðalegur höfðingi!11 mælti ég. Hún hló hæðnislega. „Hann hefði sennilega getað verið þó nokkur burgeis, ef hann hefði notað hæfileikana og nennt að vinna í stað þess að lifa á slætti.“ Ég gapti dolfallinn. „Er hann farinn að stunda sláttumennsku? — Það er kostu- legt, því að í uppvextinum bar hann aldrei ljá í jörð.“ „Ég held barasta, að þér ímyndið yður, að hann sé einhver gullfugl og gersemi! Ég get sagt yður, að eiginkonan vann fyrir honum í nokkur ár. Hún er dugleg og átti snyrtistofu. En svo varð hún leið á honum — skildi við hann nýlega. Það er hún, sem ætlar að fljúga til Ameríku á morgun — ekki með Gullfaxa, heldur bandaríkskri herflutningavél, enda heitbundin kaptein- inum.“ Ég hef vist verið kindarlegur á svipinn, gaut verra auganu til stúlkunnar, meðan hún lét dæluna ganga. Svo tautaði ég ofan í bringuna, þyrkingslega yfirlýsingu: Ég væri ekki kominn i höfuðstaðinn til að hlusta á bæjarþvaður — hefði öðrum og hetri hnöppum að hneppa. Stúlkuskinnið roðnaði í vöngum og flissaði illyrmislega. Svo strunsaði hún frá gestinum, kerrti hnakkann og jukkaði lendunum. — Það er stundum þægilegt að vera rangeygur, — þarna kom það í veg fyrir, að einfaldur sveitamaður yrði sakaður um skort á grandvarleik, þó að hann félli fyrir þeirri freistingu að glápa á forboðna ávexti. Ég las áfram í dagblaði. Og í svartletraðri fréttaklausu stend- ur, að Gullfaxi hafi flogið árdegis til Parísar með viðkomu i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.