Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 82

Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 82
234 RITSJÁ eimreibin segir höf. Erfitt er fyrir íslenzka mál- vitund að gera greinarmun á milli orðanna likingar og samlikingar — seinna segir höf.: „ég tel myndhvörf tiltekna tegund likinga eða mynda". Hann segir í upphafi þessa kafla, að myndhvörf heyri til þeim flokki merkingabreytinga, sem á íslenzku mætti nefna nafngiftir, svarandi til þýzku namengebung og ensku no- mination og segir, að samkvæmt kenn- ingum Gustafs Sterns séu nafngiftir og regluleg merkingafærsla (regular transfer) fólgnar í breytingum á sam- bandi orða við merkingarmið, en með því orði er átt við það, sem merking orðs visar til eða miðar á, en nafn- giftir eru fólgnar i þvi, að merking- armiði er af ásettu ráði valið nafn (orð eða orðasamband, sem hefur ekki fyrr verið um það haft. Siðan er svo gerð grein fyrir ýmsum teg- undum myndhvarfa: ofhvörf (hyber- bel), úrdráttur (litotes), skrauthvörf (euphemismus) og háðhvörf (ironie). Sem dæmi á ofhvörfum nefnir hann „að bera í bakkafullan lækinn", sem dæmi á skrauthvörfum nefnir hann „að tefla við páfann“, en um héð- hvörf segir hann, að þau sé fólgin i því að segja öfugt við það, sem við er átt, en jafnframt er gefið i skyn með raddbrigðum, pati og öðru slíku, hvert sé hið raunverulega merkingar- mið, en nefnir þó ekkert dæmi þessu til skýringar, og heldur ekki er neitt dæmi um það, sem hann nefnir úr- drátt, og um úrdrátt segir hann að- eins, að með úrdrætti sé styrkleikur tjáningar minnkaður, þó i þvi skyni að auka áhrifamátt tjáningarinnar. Framsetning á þessum kafla er all- erfið, og mér virðist, að höf. hefði verið unnt að setja mál sitt ljósar fram, svo að venjulegur lesandi þyrfti ekki að lesa sumar setningar tvisvar eða þrisvar sinnum til þess að kom- ast að raun um, við hvað væri átt. (Sjá bls. 16). Hið sama gildir um endursögn eða frásögn þess, sem ritað er á erlendu máli, og um þýðingar á íslenzku úr erlendum málum. Þýð- endum hættir oft við að þræða of na- kvæmlega fyrirmyndina, hvort sem um skáldsögur, ljóð eða annað efni er að ræða. Þýðing er fyrst fullkomin, er sá, sem les hana, verður ekki ann- ars var en að um frumsamið rit a íslenzku væri að ræða. Ég kem þá að 2. kafla, er nefnist Heimildir aS orStökunum og skýring- araSferSir, og skiptir höf. þessum kafla í tvennt: 1. aðalheimildir og meðferð þeirra, 2. markmið rann- sóknarinnar og skýringar orðtakanna. Ég hef fátt eitt við þessa þætti að at- huga. Hann hefur notað þær íslenzku orðabækur og heimildir, er til greina koma, meðal annars málsháttasöfn þeirra Jóns Rúgmanns og Guðmund- ar Ólafssonar og orðaskrá orðabókar Háskóla Islands, sem unnið hefur ver- ið að í nokkur ár, og hefur i henni oft getað séð, hvar orð og orðtök koma fyrst fyrir, og er það mjög mikilsvert, einkum til að sýna fram á, hver se elzta mynd orðtaks, ef um breyting- ar hefur verið að ræða. En ég sakna þess, að hann skyldi ekki hafa bent á eitt atriði, sem er mjög mikilsvert i skýringu orðtaka, og það er stuðla- setningin, er orðtök þessi hafa orðið til. Ég skal nefna nokkur dæmi: brjóta á bak aftur, binda ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir, berjast i bökkum, berast á banaspjót, brimar fyrir barða, það er komið babb í bat- inn, vera af góðu bergi brotinn, blasa byrlega, bjóða e-m birginn, fallast i faðma, gera gangskör að e-u, halda
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.