Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 15

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 15
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 3 Á sama tíma, sem þessi og önnur veikleikamerki gera vart við sig út á við, magnast átökin inn á við milli flokka og stétta, svo að til vandræða horfir, og er skemmst að minnast í því efni þei rra sífelldu deilna og verkfalla, sem staðið hafa það, sem af er þessu ári, en ástand þetta hefur þegar bakað þjóðinni stór- tjón, bæði fjárhagslegt svo milljónatugum króna skiptir og þá jafnframt lamað getu þjóðarinnar til þess að sjá sjálfri sér borgið sem fullvalda ríkisheild. Fyrir þessu er ekki hægt að loka aug- unum. I íslenzkum þjóðsögum er ævintýri um skessur tvær, sem höfðu Það að leik að henda á milli sín fjöregginu sínu. Þessum leik iauk með því, að fjöreggið brotnaði, en skessurnar báðar ultu um !eið út af með froðufalli og voru þegar dauðar. Skessuleikurinn Um fjöreggið er enn leikinn í íslenzkum ævintýrum. Stundum er sá leikur svo grár, að það er fjöregg sjálfrar þjóðarinnar, sem leikið er með. IVIenn höfðu vonað, að skessurnar væru dagaðar uPPi. Svo er þó ekki. Þær láta óspart til sín taka í flokkadrátt- Urn og sundurlyndi, þrátt fyrir góðáran til lands og sjávar frá gjafmildri hendi forsjónarinnar. Þær leika sér allt of oft með fjöregg þjóðarinnar. Sjáum um, að þær hætti þeim leik með öllu °g öagi sjálfar uppi í árljóma þeirrar nýju aldar, sem hófst með endurheimtu fullveldi voru.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.