Eimreiðin - 01.01.1955, Qupperneq 21
EIMREIÐIN
VIÐ FYRSTU SÝN
9
Um hugrenningar Sumarliða segi ég ekki orð. Hann var
eins og lokuð bók og minntist nú ekki á kvenfólk einu orði né
töfra sína yfir því.
Á fjórum vikum lukum við okkar verkefnum úti á lands-
^yggðinni og erum nú komnir heim. Um þessar mundir áttum
yið heima í höfuðstað þjóðarinnar, þó raunar værum við upp-
runnir úti í hinni dreifðu byggð.
Bréfapóstar geta verið nytsamlegir, stundum. Þegar Sumar-
Bði hafði verið eina nótt heima hjá sér í höfuðstaðnum, skrifaði
hann bréf og lagði í póstkassa.
Astin mín. Ég veit, að það voru forlögin, sem veltu bílnum
rninum, örlögin sjálf. 1 blíðu og stríðu sé ég alltaf það sama
°g ekkert annað, þig. Dag og nótt, nótt og dag sé ég þig í hug-
anum, eins og þú varst á hlaðinu, þegar ég var að kveðja. Ég
væri kominn fyrir löngu, ef annir hefðu ekki bannað, kominn
að biðja um hönd þína og hjarta, kominn til að reyna að fá
lúg, kominn af því að ég get ekki annað en gert tilraun að
höndla sjálfa hamingjuna. Elskan mín. Ö, svaraðu mér og segðu
að ég megi koma, eða komdu sjálf.
Afikið meira mun hafa staðið á þeim pappírum. En aðal-
atriði efnisins mun vera finnanlegt í því, sem tilfært var. Enda
tarm stúlkan tæplega hafa misskilið tilskrifið.
Þetta var á hinum vandaðasta sendibréfspappír, er til fannst
I utfangaverzlunum, og var umslagið sízt ósamboðið innihaldinu.
Tók nú landpóstur við sendingu piltsins til stúlkunnar og kom
henni til skila samkvæmt utanáskrift.
Segja verður hverja sögu eins og hún gengur, líka þessa:
Eins og fyrir kemur um ástfangna menn, gleyma þeir stund-
II ni smámunum í hrifningu sinni og gera dæmalausar vitleysur,
ttteðan þeir ganga í vímu hinnar voldugu ástar.
Sumarliði hafði ruglazt dálítið í ríminu að þessu leyti, líklega
^yrir það, að hann hafði verið á sífelldu ferðalagi í heilan mánuð,
aftur og fram, fram og aftur og í hringi. Stundum sólarsinnis,
stundum rangsælis.
Hann hafði ruglazt á nöfnum systranna. Þar af leiðandi lenti
astarbréfið til Önnu, sém hann elskaði ekki. En Una, sem hann
elskaði, fékk ekkert bréf.
Svona getur farið, ef ekki er gætt í tíma allra smámuna.