Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 28

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 28
Hálfri öld eftir að skáldið frá Hrauni í Öxnadal kvaddi þennan heim, aðeins 38 ára að aldri, fæddist drengur að Fagraskógi við Eyjafjörð, sem átti eftir að gera garðinn frægan, engu síður en hinn fallni frændi hans hafði gert með óðsnilld sinni. Eyfirð- ingarnir Jónas Hallgrímsson frá Hrauni og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi urðu báðir „skáld í muna og munni“ heillar þjóðar. 1 meira en öld hafa ljóð þjóðskáldsins Jónasar heillað hug og hjörtu landsmanna. Senn eru liðin 40 ár síðan Davíð vakti fyrst athygli með ljóðum sínum, og í hugum fólksins er hann einnig orðinn þjóÖskáld framar öðrum skáldbræðrum sín- um með samtíð vorri. Á sextugsafmæli sinu, 21. janúar 1955, hyllti öll þjóðin hann sem slíkan. Erfðafræðin er enn ekki svo langt komin, að hún geti með óyggjandi rökum fært sönnur á, hvort listgáfur séu arfgengar. En miklar líkur þeirri skoðim til styrktar, að svo sé, hefur hún á takteinum. Að Davíð Stefánssyni standa lærðir menn, bænd- irr, skáld og unnendur þjóðlegra fræða í báðar ættir. Faðir Davíðs, Stefán alþingismaður Stefánsson, bóndi að Fagraskógi, var sonur séra Stefáns að Hálsi i Fnjóskadal, Árnasonar prests að Tjörn í Svarfaðardal, Halldórssonar, Björnssonar á Æsu- stöðum í Eyjafirði. En móðir Davíðs var Ragnheiður Davíðs- dóttir, systir Ólafs Davíðssonar, þjóðsagnafræðings og -safnara, en þau systkin voru börn séra Davíðs Guðmundssonar, síðast prests að Hofi í Möðruvallaklausturskalli. Móðurbróðir séra Davíðs var Jón Árnason, bókavörður og þjóðsagnasafnari. Eru því tveir mestu þjóðsagnaþulir 19. aldar, hér á landi, náfrændur Davíðs frá Fagraskógi. Ámma hans í móðurætt var Sigríður Fagriskógur (gamli bærinn) á Galmaströnd í Eyjafirði. Árnesvík heitir vikin, sem bærinn stendur við. Myndin er tekin eftir gömlu málverki.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.