Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 30

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 30
18 SKÁLDIÐ FRÁ FAGRASKÓGI eimbeiðin Ölafsdóttir Briem, trésmiðs og skálds á Grund í Eyjafirði. Virðast því sterk rök að því, að Davíð kippi í kynið um skáldgáfu og ást á þjóðlegum fræðum. Það var haustið 1909, sem ég sá Davíð frá Fagraskógi í fyrsta sinn. Hann settist þá í II. bekk Gagnfræðaskólans á Akm-eyri, tæpra 14 ára að aldri, og útskrifaðist frá skólanum vorið 1911 með okkur, sem hann varð samferða í skóla þetta tveggja ára skeið. Þetta var grannvaxinn, alúðlegur, en fremur hljóðlátur og fáskiptinn piltur, sem vakti undir eins við fyrstu kynni vin- áttu og traust hekkjarsystkina sinna. Yfir honum hvíldi blær draumlyndis. Það var eins og einhver óræð og annarleg orku- bylgja væri að brjótast um í leyndum hugans. Ef til vill var skáldgyðjan þá þegar tekin að hafa áhrif á tilfinningalíf hins unga manns, með sinum ósýnilegu töfrum. Æskan er flestum unaðslegasti tími ævinnar, jafnvel þó að erfið sé og fáar frjálsar stundir. 1 Gagnfræðaskólanum á Akur- eyri mættist æskufólk því nær alls staðar að af landinu, og skólalífið þar var hollt og vekjandi undir handleiðslu góðra kennara, með skólameistarann, Stefán Stefánsson, í fararbroddi. „Tilgangur skólans er ekki eingöngu sá, að fræða nemenduma, heldur að bæta og göfga allan hugsunarhátt þeirra, útrýma öllu því, sem ljótt er og lágt í fari þeirra, en hlúa að öllu, sem gott er þar og fagurt, svo það nái að þroskast svo og dafna, að ekkert illgresi megi þar rætur festa.“ Svo fórust skólameistara orð í setningarræðu sinni 1. október 1909, og samkvæmt þeim orðum hagaði hann stjórn sinni á skólanum. Félagslíf var fjörugt, enda jafnan starfandi allmörg félög í skólanum. Og að sjálfsögðu fengust ýmsir nemendanna við að yrkja, eins og löngum hefur viljað við brenna meðal Islendinga, einkum á vissu skeiði ævinn- ar. Litið bar þó á skáldgáfu Davíðs þá tvo vetur, sem hann sat í gagnfræðaskólanum. I bekknum okkar kvað í því efni einna mest að Tryggva Svörfuð og Guðmundi heitnum Frímannssyni. En Davíð átti eftir að láta skáldlúðurinn gjalla hærra en bæði þessir og aðrir ungir bögusmiðir og unnendur óðsnilldar á landi voru megnuðu þá og síðar, eins og nú er komið í ljós, þó að lítt heyrðust þess merki í skóla. Hins vegar blandast mér ekki hugur um, að undir heillandi áhrifum eyfirzkrar náttúrufegurðar hafi rómantískt lyndi hins

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.