Eimreiðin - 01.01.1955, Page 39
EIMREIBIN
LlFSINS VlN
27
Þó dulúð lífs sé útlæg öll og gleymd,
þá er hún samt á laun í víni geymd.
Og Ijúfar anga Ijóðarósir enn,
þó löngu séu skáldin horfnir menn.
En táknaflúr um bikarbarminn er,
sem birtir sjálfan tilgang lífsins þér.
í söng þú getur túlkað táknasveig,
er tæmt í grunn þú hefur bikarveig.
II
Og líkt og sólar Ijós til jarðar nær
og Ijóma á brá hins föla mána slær,
fær vínið öllum hlutum líka lit,
og lífið skynjar andans vængjaþyt.
Og líkt og þá er hopar nótt í hvarf,
en heiður morgunn rís með vöku og starf,
í augum manns er Ijóssins Ijómi skær,
hann lengra sér en vit og þekking nær.
f vínsins ilmi anga dularblóm,
það í sér geymir margan leyndardóm.
Sú gáfa aðeins gefin fáum var
að geta skilið allt, sem leyndist þar.
III
f drúfulíki vex það vín úr jörð,
sem verður mörgum syndarfreisting hörð,
og vizka Drottins það hefur bannað þvert,
en þetta vín er annað, betur gert.
Við örvun þess þú öðlast nýja sýn,
á auðnarstigum við þér fegurð skín,
sjálf eyðimörkin bleik með brunasand
þér breytist í hið fyrirheitna land.
Og þó að fagni glaður gestafans
og gígjuhljómar kalli í leik og dans,
þér æðri gleði gefur dropi víns,
sem geymir dýpstu svölun anda þíns.
L