Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 42

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 42
30 LÍFSINS VÍN EIMHEIÐIN En þú, sem kvelst af efa, eina stund me3 okkur seztu þó í fornan lund og drekk og syng hinn aldna unaðssöng, þinn anda leys úr forlaganna þröng. Þótt hljóðni rödd, ei ferst hið fagra lag svo fornt sem tíminn, en þó nýtt hvern dag. Sem óm af strengjaleik í kvöldsins kyrrð ég kenni gleðisöng úr himinfirð. IX Hver hugsun vor og athöfn er það sáð, sem yfir lífsins frjómold höfum stráð. Hvert einstakt fræ sinn ávöxt jafnan bar, og uppskeran mun sýna hvað það var. Lif þú í heimi ranglætisins rétt, rósemd og vizka hafa mark þér sett. Og paradís á bak við dauðans brú, með bikarinn við hönd þér, sér þú n ú. Allt á sinn tíma, sandsins blásna bein og bjarta djásnið með hinn dýra stein, betlarans tötrar, konungs krúna fríð — kastvindar tímans öllu feykja um síð. Allt á sinn tíma, týnist sérhvert spor, tafarlaust rennur ævistraumur vor. En meðan eldur vínsins vermir æ, er vizku og sannleik ekki fleygt á glæ. — Svo dáðu vínið löngum orð mín öll, í auðnarkofa jafnt og soldáns höll, á úlfalda slóðum oft við þreytta menn, áheyrn mér veittu þeir og hlusta enn. Yngvi Jóhannesson íslenskaði.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.