Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Page 47

Eimreiðin - 01.01.1955, Page 47
EIMKEIBIN GULLGERÐARLIST HIN NtJA 35 Vndin sýnir úraníumgrjót. Hreinast úraníum finnst með því að prófa Krjótið með útfjólubláum geislum. Sé mikið úraníum í þvi, sendir það frá sér í útfjólubláu ljósi skæra og sterka birtu. nytt til fulls árið 1975. Hugmynd vísindamanna er sú, að atóm- orkan geti komið í stað hinnar þverrandi vatnsorku og orðið svo a® segja ótæmandi, með vaxandi þekkingu á lögmálum þeim, sem «un lýtur, og aukinni vinnslu á frumefninu úraníum, en þetta geislavirka efni er nauðsynlegt til þess að framleiðsla á atóm- orku megi takast. Frumefnið úranum fæst úr málmgrýti, sem unnið er úr jörðu. ýzki efnafræðingurinn Martin Klaproth fann frumefni þetta í súrefnissambandi árið 1789 og nefndi það í höfuðið á reikistjörn- unni Úranus. Meir en 50 árum síðar eða árið 1841 tókst franska efnafræðingnum Eugene Péligot að einangra efnið frá öðrum Sarnböndum og fá hreint úraníum. Til þess að finna málmgrýti Pað í jörðu, sem hefur að geyma úraníum, er notað áhald, nokkurs °nar spásproti, svonefndur Geiger-Mullers-mælir, en með honum er kægt að mæla magn geislavirkra jarðefna. Atómorkufræðin er ný vísindagrein og margt í henni vandi að skýra svo, að ljóst sé. Hún hefur ekki til skamms tíma verið ennd í skólum, en vafalaust verður hún bráðlega ein af skyldu- uámsgreinum skólanna. í henni eru notuð ýms áður lítt þekkt eða °kunn orð, sem ekki eru til á íslenzku áður, og verður því að

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.