Eimreiðin - 01.01.1955, Page 64
VDRREGN
I. Bæn í vorliarðindum.
Guð! Lát himnana hlýna og blána,
svo hjartaslög lífs verði sterk og heit!
Lát vetrarkvldana víkja — og hlána
í vorum hjörtum — og hveni sveit!
Guð! Lát rigna á frostgráa földu,
svo fcerist líf i hinn kálna svörð!
Lát dropana lífþningna minnast við moldu,
svo mæli hvei' élfur þakkargjörð!
Strjúk föðurhendi um földar-vanga,
Á döggvaðar byggðir dagana langa
drjúpi þin blessun! — Ó, heyr mina bæn!
II. Gróðrarskúrir.
Guði sé lof. Nú rignir, ngnir!
nú rignir, og jörðin grœr!
Hvert blað skiptir litum og brosir við himni,
bleikt þótt væri og lífvana’ í gær! —
Nú rignir, og lífið drýpur í dropum '
á dauðþyrstan moldarsvörð,
ei' svelgir og teygar þann blessunar-bikar,
sem býður guðs himinn jörð!
Nýtt líf fæðist í földarbarmi,
af fögnuði hjarta mitt slcer! —
Guði sé lof! — Nú rignir, rignir!
— Það rignir. — Og möldin grær!
*
J