Eimreiðin - 01.01.1955, Side 82
Þóroddur GuSmundsson frá Sandi:
SEFAFJÖLL. LjóS. (Hafnarfirði
1954).
1 Sefafjöllum Þórodds frá Sandi
eru 40 frumkveðin ljóð, en 13 jiýdd.
og öll bókin 112 síður. Ljóðin eru
öll ort og þýdd á tveimur síðastliðn-
um árum, nema tvö eða þrjú. Og þó
hefur höfundurinn jafnframt skrifað
aðra bók á þessu timabili, ferðasögu
„Or Vesturvegi“.
Hér er vel og hraustlega að verki
verið, þvi að Þóroddur hefur ekki
gengið heill til skógar, þessi tvö
siðustu ár: Lá all-lengi í sjúkrahúsi
í fyrra, gat ekki gegnt kennslustarfi
sinu þá um veturinn, er ekki albata
enn og verður að hlifa sér svo sem
unnt er.
Bækur hans tvær, og einkum þó
„Sefafjöll“, eru óhrekjandi vitni þess,
að andinn hefur ekki dottað. Veik-
indin hafa hvorki getað rænt hann
rónni, né látið honum glapnast gáf-
ur og skáldskyggni. Frumortu kvæð-
in gátu þó tæpast annað en borið ein-
hverjar menjar tveggja ára veikinda
og siðbúins bata. Skáldin munu þurfa
minna éfall en þetta til þess að
breyta að nokkru um tóntegund, og
þannig kemur nú ljóðabók Þórodds
við mig, að þar sé loftið þungbrýnna
en áður, ekki eins vonbjart og var.
Honum stekkur hvergi bros. En
skáldskapur Þórodds biður engan
baga við ]>að. Þrekraun og þjáning
eru skáldi engan veginn óæskilegi'J
félagsskapur um sinn en sólskin og
greið gata. Beztu kvæði bókarinnar
benda á það, að höfundinum hafi
aukizt afl, þótt likaminn væri van-
heill. Og næst er mér að halda, að
skáldið hafi aldrei áður birt jafn
mikilúðlegt kvæði og „Sefafjöll".
Kvæðið er hetjuleg lífshvöt, tiginn
óður sálar með brennandi þroskaþra
og inngióna skyldukvöð að þjóna lif-
inu og íeyna að skilja það, keppa
si og æ að hinu æðsta, sem andleg
sjón hefur séð og sér, og að gefast
aldrei upp i þeirri eftirsókn, hversu
örlagaþungt sem lífið er. Slíkri
þroskaför likir skáldið við fjallgöngu;
hún var honum eðlileg og tiltæk,
því að hann hefir margar fjallgöng-
ui-nar faiið um dagana. Og hann
veit, að lifsins leið sýnist stunduin
fullkomin ófæra, því að
„— Þung er og þymótt sú leið,
sem stefnir til dáða — og dýrustu
verði keypt
öll drenglund og þroski. Hvort mundi
ei vera kleift
að brjótast þá Bröttuskeið?"
„1 snarbröttum skriðum og hömrum
æ hærra þú brýzt
upp hnjúkinn, er seiðir því meir
sem einstigin Jirengjast og torveldast.
Tignari lízt